Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 8
112 BJARMI Bækur. »Minningar« heita 3 sögur, er komu út s. 1. haust, eftir Einar Þorkelsson. Höf. er þjóðkunnur fyrir góðar frá- sögur, málið kjarnmikið, náttúru- og dýralýsingar ágætar og meginhugs- anir allar í góða átt. — Heimilisrækni, gestrisni við menn og málleysingja, fórnfýsi og sáttfýsi njóta sin vel í þessum sögum. — Imba á Gili er fyrirmynd að allri gestrisni, en dýra- vinátta hennar fer að siðustu svo langt að furðu gegnir. Síðasta sagan er veigamest. — Sólveig húsfreyja í Skor á í mikilli baráttu við sjálfa sig. Hún heflr tekið æsku-vinkonu sína, fátæka ekkju með 2 börn, á heimili sitt, og notið góðrar aðhlynningar hennar í alvarlegum veikindum. En nú liggur þessi vin- kona hennar með fárra nátta gamlan son, sem Atli bóndi, maður Sólveigar, er faðir að. — Vandfarið er með slíkt efni, en höf. tekst það vel, nema hvað Atli er furðu mikil rola úrslitadaginn. »Ársrit hins ísl. frœðafjelags«, 9. ár. Finnur prófessor Jónsson skrifar þar um »Hið konunglega norræna forn- fræðafjelag« og um Sigurð Pjetursson (f 1827). — Sigfús Blöndal skrifar um söng og gítarspil, og bæði hann og ritstjórinn (Bogi Th. Meisteð) skrifa um margar erlendar bækur. — Tvær smágreinar eru þar eftir Pál Melsteð sagnfræðing. — Ritstjórinn skrifar um almennan mentaskóla í Skálholti, kirkjugarða á íslandi, Magnús Bjarna- son (bóksala í Montain, N.-Dakota), síra Jón Sveinsson, og ýmsar fleiri greinar. Eins og fyrri er »Ársritið« bæði fróðlegur og hollur lestur. Mjög víða kemur þar fram óbeit ritstjórans á allri spillingu og ljettúð. Greinin um kirkjugarða á íslandi flytur ýmsar góðar bendingar um hirðingu þeirra, en er jafnframt hvöss ádeila á með- ferð þá, sem tíðust er á þeim vor á meðal. — Par segir B. Th. M. t. d.: »Á ferðum mínum um bygðir Is- lands 1903 — 1915 var jeg oft að taka eftir því, hvort eigi væri neitt til, sem öllum landsmönnum þætti vænt um, svo vænt um, að þeim væri það heilagt. — Jeg fann ekkert«. Hann spurði dr. Björn M. Olsen og dr. Porvald Thoroddsen, og fleiri um þetta, og þeir gátu ekki bent á neitt, sem friöheilagt væri í augum þjóðarinnar. »Petta er sorgleg fátækt«, segir B. Th. M. — sem satt er. — Svo brýnir hann lesendurna að stuðla að því, að kirkjugarðarnir verði frið- helgir og fagrir, og biður sjerstaklega konur íslands að sjá um það. Betur að þær tækju málið að sjerl ».Söngvar fgrir alþgðua, II. Radd- settir fyrir harmóníum eða píanó, eftir Halldór Jónsson, sóknarprest að Reynivöllum. — Ekki kann jeg að dæma um lagasmíði, og erfitt er að semja ný lög við alkunn ijóð, sem fast lag eiga í vilund alþjóðar, eins og t. d : »Ó, fögur er vor fósturjörð«. — En hitt sje jeg, að óþreytandi er síra Halldór að efla söngmentun al- þýðu, og að flest eru lögin við »ný« ljóð, 4 þeirra t. d. ettir frú Ingunni Thorarensen, dóttur síra Eggerts sál. Pálssonar, sem þarna munu prentuð í fyrsta sinn. — Góður söngur göfgar þjóð, og því á hver maður þakkir skilið, sem eflir hann. Útgefandi: Slgnrbjörn Á. Gíslnson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.