Bjarmi

Volume

Bjarmi - 14.05.1928, Page 7

Bjarmi - 14.05.1928, Page 7
B j A R M I 127 koma frá Guði og að maður verð- skuldar ekki alt hið góða. Ekkert gott er frá sjálfutn manni komið, alt gott er frá Guði og á þess vegna að notast samkvæmt vilja hans honum til dýrðar. Það er hægara að skrifa en að framkvæma — jeg veit það, en þó get jeg gefið ykkur ráð, sem verður ykkur að liði, ef þið breytið eftir þvf. Byrjið hvern dag með þakkar- gjörð. Þá munið þið smám saman verða þess vísari, hve mikið þið eig- ið Guði að þakka; þakklátssemi vex þá og dafnar i hjörtum ykkar og bendir ykkur á ábyrgðina gagnvart Guði, að misbeita eigi því, semhann hefir trúað ykkur fyrir. Lesið þið brjefið mitt þegar þið eruð orðnar fullorðnar og ykkur finst lífið erfitt og leiðinlegt. Gerið þið það, og þið skuluð sanna, að ráðið mun koma að góðum notum. Öðru sinni sagðir þú, Víbekka mín, nokkuð, sem jeg einnig hefi varðveitt í huga mínum. Við vorum þá einnig á ferð í vagninum okkar. Þú manst ef til viil eftir því, að hann Brúnn okkar var hálfTælinn við bifreiðarnar, þegar svo bar undir að mættum þeim á mjóum vegum, svo jeg var ekki allsendis óhrædd um okkur, er þið voruð með í förinni. — Jeg reyndi venjulegast að forðast mjóu vegina, en einu sinni, er við vorum á slikum vegi stödd, kallaðir þú til mín: »Mamma, sjáðu, þarna kemur bifreið. Hvað eigum við að gera við hann Brún?« Það voru engin tiltök á að forðast bifreiðina, sem kom á móti okkur á fleygiferð, en beggja megin við veg- inn voru djúp ræsi. »Við skulum biðja Guð að bjálpa okkur, það er eina ráðið«, sagði jeg, og bað hátt: »Góði Guð, hjálpaða okkur til þess að komast fram hjá bifreiðinni«. Rjett i þessu þaut bifreiðin fram hjá. Brúnn tók viðbragð, en beint á- fram og ekki til hliðarinnar, svo hættan var um garð gengin. Jeg þakk- aði Guði fyrir hjálpina og skýiði ykkur frá þvi hvernig Guð bjálpaði okkur úr voðanum. Nokkru síðar, er við vorum kom- in út á þjóðveginn, mættum við aftur bifreið, sem þaut fram hjá áður on þú gast gert mjer viðvart, og af því jeg vissi að Brúnn var ekki hræddur við bifreiðar á breiðu vegunum, þá vjek jeg ekki til hliðar og gerði eng- ar sjerstakar ráðstafanir. Þá sagðir þú: »En mamma, nú gleymdirðu að biðja Guð að hjálpa okkur«. Og þú leist á mig stóru sak- lausu augunum þínum. Þarna veittir þú mjer i rauninni alveg óafvitandi harðar ávítur. Hversu oft þykjumst vjer ekki mennirnir geta hjálpað okkur sjálfir og gleym- um að biðja Guð um hjálp? Við vitum það i raun og veru að við getum ekkert af eiginn rammleik, en hve oft tökum við tilit til þess? — Mjög sjaldan. Það á við hjer, að þvi greinilegar sem við finnum til vanmáttar okkar sjálfra, því ljósara verður okkur al- mætti Guðs, og að við verðum að halla okkur að honum. Þá skiljum við einnig hið yndislega fyrirheiti í brjefi Jakobs: »Nálægið yður Guð og þá mun bann nálgast yður«. Samfjelag Guðs er mesta bnoss okkar manna, jeg vildi óska að þið mættuð ætíð vera i sam- fjelagi Guðs. Gjalddagi Bjarma er í júní. — Mjðg mikilsvert að enginn satnl sbnldum við blaðið.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.