Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXII. árg. Keyhjavík, 1. júní 1928. 17. tbl. Jesús kallaði og mælti: „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki*'. Jóh. 7, 38. Á hvítasunnudag. Kafliúrræðueftir dr. Sam. Stadenerbiskap. Dásamleg aðferð Drottins til að veita veröldinni lifandi vatn1). Drottinn Kristur mælti: »Ef nokk- urn þyrslir hann komi til mín og drekkia. Drottinn Kristur mælti ekki: »hann þyrsti framvegis«, ekki held- ur: »hann snúi sjer að helgidómin- um og drekki«, — ekki heldur: »hann drekki úr uppspreltu sinni, ef hann á nokkra«. »Nei, Krislur mælti: — »Hann komi til mín og drekki«. — Hann Ijet sjer ekki nægja að segja þetta blátt áfram. Hann fór nærri um, hvað þessi sannindi voru mönn- unum tornumin. Því hrópaði hann orðin út i veröldina. Guðspjallið segir frá þvf, að hann hafi hrópað og mælt: »Ef nokkurn þyrstir, hann komi til min og drekki«. Það er ekki unt nú að segja hver áhrif þetta boð hafði á þá, sem forð- um heyrðu það i musterinu í Jerú- salem. Vera má að þeim hafi fyrst komið í hug vatnið, sem verið var að 1) Ræðan er öll í »rIögmasso-postilIii« III, bindi. Texti inngangsins er Post. 2, 38, en aðalræðutextinn er Jóh. 7, 37.-39. — Ræðan er i tveim aðalköilum og yflrskrift fyrri kaflans er:»Fánýtar tilraunir mann- anna tt'l að eignast vatn andans«. — Hjer er síðari kaflinn þýddur svo orðrjettsem mátti, til að lofa lesendum að sjá sjer- kennilegt orðfæri höfundarins. hella niður við fórnfæringuna og rann umhverfis altarið. Vera má að sumir hafi jafnskjótt horfið frá þeim firr- um, og ætlaði að Drotlinn Kristur væri að tala um kennirjgu sina, ætlað að hann kallaði hana lifandi vatn. Að hann væri að tala um Andann sem lifandi vatn og um sjálfan sig sem uppsprettu Andans, er Guð helði opnað í heiminum — það skildi eng- inn þá. Hver skilur það nu ? Að drekka lífsins vatn ætti þá að vera að drekka Drottin Krist sjálfan? Það eru flestum óskiljanleg orð. Það helir ekki lánast Kristi sjálfum að hrópa þessi sann- indi inn i mannsálirnar alment. Trúfastir lærisveinar Drottins hafa jafnvel ekki skilið það æfinlega. Þeir ætla að jafnaði, að orðin eigi við notkun náðarmeðalanna, eigivið stað- fasta og rjetta hagnýtingu orðsins og sakramentanna. Ekkert er rjettara en slík hagnýting, ekkert samkvæmara vilja Fre'.sarans en að lærisveinar hans staðnæmist með bæn og i kyrð við hreina og tæra oröiö hans, svo að þeir hlusti á það og lesi það með gaumgæfni og opni hjarta sitt fyrir þvi. — Ekkert er honum dýrmætara en að mæta þeim, sem eru hans, i sakramentinu, þar sem hann hefir mælt sjer mót við vini sina, svo að heilög kvöldmáltið í kyrð og hafn- ingu hjarta til hans verður allra kærasti helgidómur þeirra. En fundarstaður er ekki sama og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.