Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 2
130 B J A R M I fundarboðandinn sjálfur. Náðarmeð- ul er ekki sama og náðin sjálf. Orö og sakramenti eru ekki hið sama og Drottinn Kristur sjálfur, og þau eru ekki sett í hans stað. Sálin á að höndla og eiga Frelsarann. Hún á að drekka hann. Sálin drekkur Droltin Krist í fyrsta lagi við sjón trúarinnar og í öðru lagi viö viðtöku trúarinnar. — Þegar hún finnur hann í náðarmeðulunum, verður vör við að hann er að nálg- ast, á hún að verða alveg kyrlát, koma fullkominni kyrð á sjálfa sig. Hún virðir hann þá fyrir sjer og koma þá smámsaman fleiri og fleiri drættir gleggra og skýrara í ljós. — Hún verður þess vör að alvaran, mildin, fegurðin, hátignin komafram hjá honum innan frá og breiðast yfir persónu hans. — Sálin getur hvorki nje vill snerta hann, hún horfir að eins. — Þá drekkur hún hann við sjón trúarinnar. Jafnhliða opnast liún lil að taka við honum í sjálfa sig. Hún þarf ekki veita hjarta sínu skipanir. Þaö tæmir brott sjálfkrafa allan hjegóma, alt sem þess er, og þyrstir ósegjanlega eftir honum. Hjartað tæmt öllu ann- arlegu bíður i þögulli kyrð frammi fyrir Droltni Jesú Kristi. Pá fyllir hann sálina með sjálfum sjer, breytir henni í sína líkingu, — þetta er að drekka Drottin Krist með viðtöku trúarinnar. Pegar Drottinn Kristur dregur sig síðar í hlje — því að enginn fullsæla á jörð er óbreytileg — skilur hann Andann eftir. Ogþáiætastum mann- inn orð Drottins: Inn- Kristur gerir trúa lærisveina sína að 311 30 fr3 ttOnUITl skulu íæiijum fia upp- renna lækir lifandi sprettu Andans. . vatns«. Pá hefirKrist- ur komið því til vegar, sem enginn ásetningur nje sjálfsagi gat vegar kom- ið. Hann hefir skapað uppsprettu í sálunni. Mannssálin hlýtur að veita þvi eftirtekt, því að þorsti hennar, sem vissulega er ekki horfinn, held- ur gerir vart við sig hvað eftir ann- að, fær alt af jafnóðum svölun. — Aðrir kunnugir verða þó enn belur varir við að kraftaverk hafi orðið. Alt er orðið nýlt: Framkoman, gleði- blærinn, andinn. Stöðugt streymir helgur andi frá sálunni. Petta kyrláta útstreymi er miklu áhrifaríkara en miklar flóðbylgjur innra lífsins slöku sinnum. Sumar manneskjur unna þessum snöggu og áköfu flóðbylgjum, sem flæða yfir nágrenni sitt og eru veruleg hætta fyrir það, sem lifir og vex umhverfis. Aðrir eru á hinn bóginn líkir djúp- um brunnum, sem er erfitt er að ná nokkrum dropa úr. Hvorugt er eins og Drottinn Kristur ætlast til um lærisveina sína. Hann villaðþeir sjeu sem sístreymandi hóglátir upp- sprettulækir, er hreinsi, göfgi og end- urnæri. Pelta er lifandi vatn Andans. Fyrsta Hvítasunnudag skapaði Guð möguleika að þessu á undursamleg- an hált. Uppspretta andans eru forrjettindi kristninnar. Pað, sem hann hafði undirbúið um langar aldir og margar, það, sem hann hafði komið til vegar fyrir Son sinn, það, sem hann hafði orðið ásáttur um við hann, — það fram- kvæmdi hann þegar hann ljet himn- ana opnast og úthelti andanum. Hið dásamlega var ekki ytri teiknin, sem þann dag höfðu að vísu fult ætlun- arverk. En hilt var sannailega dásam- legt, að Guð gaf kirkjunni þann dag Andann, sem forrjetlindi, svo að ekk- ert samfjelag á jörðu annað en hún ein hefir, á og veitir Andann sálun- um. Hann hefir ekki tekið aftur þá gjöf. Hann hefir ekki tekið þessa gjöf aftur frá kirkjunni þrátt fyrir syndir hennar og villur. Iíirkjan hefir orðið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.