Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 4
132 B J A R M I verður jarðneskt lán vort göfugra og sannara en þar. — Lánið jarðneska, hverju nafni sem nefnist, er hverfult, lukkuhjólið æði valt og brotnar oft við lítinn árekstur. En ef vjer erum Guðs börn, verður sorgin aldrei ban- væn og söknuður fjarri örvæntingu. Erfiöleikarnir varpa oss þá ekki til jarðar, heldur verða þeir sem þrep nær Guði. Pegar tárin hrynja títt, er að vísu erfitt að koma auga á »þrepin«, en jafnóðum og náðarsól Guðs þverrar tárin, sjást bæði þrepin og hvert þau stefna, og þá kemur stnám saman þrek til að þakka einnig þá handleiðslu, þakka uppeldi sorg- arinnar. Mannslífið er mörg spor, og mörg »þrep« á leiðinni, en ef vjer höfum i alvöru rjelt Drottni hönd, þá leiðir hann oss í kærleika, enda þólt »stfg- inn« sje brattur, er oss óhætt, og því brattari stigi, því fljótar færumst við upp á við. Munið það, elsku dæturnar mínar, treystið því best þegar reynir á mest, og þá er ykkur óhælt. Ef þið verðið einhvern tíma mæður, þá skilst ykkur, að sárt er að deyja frá litlum börnum sinum, litlu stúlk- unum sínum, sem þurfa móður við, en þegar jeg hugsa um kærleika Guðs og vísdóm, hverfur sviðinn úr því sári. Jeg fel honum örugg framtíð ykkar, elsku stúlkurnar mínar litlu. Fátt veit jeg, en það er jeg viss um, að Guð er kærleikur, og hann mun aldrei hætta að hugsa um ykkur. — Verið góðar hvor við aðra. Verið góðar við hann elsku pabba ykkar. Verið þið svo margblessaðar og sælar í Jesú nafni. Við mætumst heima. Mamma. »Drottinn minn góður, þökk sje þjer fyrir, að þú gafst mjer hana, — og' þökk fyrir, að þú veittir henni þrek til að skrifa þessi brjef. Bless- aðu þau svo, að þau verði okkur öllum til blessunar«. — Svo hugsaði preslurinn ungi er sat með tár á brá yfir brjefum lálinnar konu sinnar, — og opnaði nú skjálf- hentur síðasta brjeflð hennar, brjefið til hans sjálfs. „Eíp við ekki að |vo okkur?“ Að mjer bárust blöð og bæklingar með margvíslegum árásum á kristin- dóminn. Jeg Ias ýmislegt af þvf, og varð gramur. það var í raun og veru ógnar Ijettmeti mestalt, endurteknar fullyrðingar erlendra miðlungsmanna marghraktar í löndum þeirra. Sumt var þó flutt með frekju eins og sómi og framtíð landsmanna væri í veði, ef ekki væri öllu játað þegjandi og hljóðalaust. Annað var flutt af Iægni og hyggindum, vel lagað til að telja fáfróðum hughvarf og kitla sjálfsálit sjálfbirginga. — Þvi lengur sem jeg las, því reiðari varð jeg þeim, sem gátu fengið af sjer, að verja tíma til vinnu til svo óþarfra ritsmíða. »Þessu verður þú að andmæla alvarlega«, sagði jeg við sjálfan mig. »Er ekki nær að aðrir geri það«, sagði önnur rödd. — »Má vera, en ef allir hugsa svo, svarar enginn«. — »Þjer er hentast að taka þá málefnin frá rótum og athuga það, sem aðal- mennirnir hafa skrifað, en binda þig ekki við það eitt, sem lærisveinar lærisveina þeirra fara með, meira og minna misskilið og úrelt«. — — »Þvæltingur á þögn skilið, — eða þunga ofanígjöf«. Þannig ráku hugsanirnar hver aðra, uns jeg tók úr bókaskápnum ýmsar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.