Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 8
136 B J A R M I ætlun sín, að fyrra bragði, að skifla sjer af nýguðfræðis-prestum, er búnir væru að fá embætti í þjóðkirkjunni, enda pótt sumir peirra væri að ögra honum til að gera pað. — En siðan hafa gerst ný tíðindi. Strömme prestur í Snaasaa í Þrændalögum hafði í árásargrein á kirkjumálaráðherra látið pess getið, að hann sjálfur stæði »jafn langt til vinstri« og dr. Schelderup, ef ekki utar, og teldi litlu skifta, hvort Jesús hefði verið til eða ekki. — Sóknarnefnd- inni í prestakaili hans blöskraði, og sögðu allir nefndarmenn af sjer í samráði við safnaðarfund — nema ein kona. Og litlu síðar sampykti sýslunefndin (vherreds- styret«) i Snaasaa-hjeraði yfiriýsingu, par sem svo er um mælt, að sr. Strömme hafl við skrif sín um Schelderups-málið mist svo traust safnaðar síns, að bæði presti og söfnuði verði hin mesta raun að pví, að hann haldi preslsstarfl áfram, og pví æskilegast, að liann leiti sjer sem fyrst að annari atvinnu. Sjái hann pað ekki sjálfur, sje vonast eftir, að kirkju- raálaráðuneytið taki í taumana. — Yfirlýsing pessi hefir vakið enn meira athygli en ella mundi fyrir pá sök, að pað er óvanalegt, að sýslunefnd skifti sjer af safnaðarmálum, og sjálfur ijet prestur- inn svo um mælt, að sig furðaði mest á pví, að fulltrúi verkamanna i nefndinni skyldi verða sammála hinum nefndar- mönnum í pessu, — en ekki mundi hann fara að sinni, heldur bíða átekta stjórn- arinnar. Frjettir eru ókomnar um hvað hún gerir í pessu máli. — Eru viðsjár miklar milli stefnanna i Noregi um pessar mundir, og jafnvel aðal- málgagn nýguðfræðinga »Norsk Kirke- blad«, hvetur nýguðfræðis presta til var- færni í deilugreinum þeirra. »Vitranir frá æðra heimi«. »Jeg var að enda við að lesa bókina, sem pjer senduð föður mínum, og þjer megið birta, ef pjer viljið, pessi ummæli mín um bókina: Ef nokkrar vitranir frá æðra heimi hjáipa manni til að skygnast undir for- tjald eilífðarinnar, pá eru pað Vitranir Sundar Singhs. Pær ætti hver maður að lesa með eftirtekt«. Kristján IJjaltason, Bjarnarhöfn. Hvert er það afl? Hvert er pað afl, sem voninni veldur? Viljinn, sem feðurnir gáfu’ oss í arf. Von oss lil framkvæmda, vakandi heldur. Von sú, að árangur beri vort starf. Glæddu pví vonina’ og geym þjer 1 hjarta, Gleðiunar ljósblik, við sjerhver pín störf. Frá pjer lát ástúðar ilgeisla skarta allra til manna, er hafa pess þörf. Þá ertu’ á leið til ins heilaga hæsta. Himneska friðarins opnast þjer sýn. Leið er til hugsjóna landsins píns æðsta, Lifandi kærleikur —, trú, sem ei dvín. Ilelgi Giiðniundsson. f? ---- .... — Hvaðanæfa. Heima. Utanför. Ritstjóri Bjarma og kona hans fara um miðjan maí til útlanda og verða burtu minsta kosti um 6 vikur. Pess vegna eru júní-b)öð Bjarma prentuð fyr en ella mundi, en júlí blöðin ekki væntanleg fyr en seint í iúlí. — Lárus Sigurbjörnsson cand. phil. Ási Rvilc ann- ast alla afgreiöslu blaðsins og forlags- bóka á meðan. Erlendis. íbúar Jerúsalem eru 62500, og skiftast svo eftir aðaltrúarflokkum: 34000 eru Gyðingar, 13500 eru Múhameðstrúar, og 15000 kristnir (8000 grísk-kapólskir, 5000 rómversk-kapólskir og 2000 evangel- iskir). Kristnu söfnuðirnir eru margir og smáir, og purfa allir fjárstyrks frá trú- bræðrum sínum annarsstaðar; valda pví einkum stórar og skrautlegar kirkjur, sem ætlaðar eru ferðamönnum engu síður en heimasöfnuði, og líknarstarfsemi kristna fólksins, fyrir holdsveika og ýmsa aðra munaðarleysingja. Ferðamannastraumurinn til Jerúsalem er afarmikill, — ýms kristileg stórblöð i Bandaríkjum senda nú oröið »pílagríma«- skip árlega þangað austur, — og á há- tíðafundum i K. F. U. M. Par í borg eru oft 20 pjóða menn og frá nærri eins mörg- um kristnum trúarílokkum. Útgefandi: Sigurbjörn Á. Gfslason. Prcnlsmiðjan Gnlenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.