Bjarmi

Volume

Bjarmi - 14.06.1928, Page 2

Bjarmi - 14.06.1928, Page 2
138 B J A K M I Fæddur í dauðanum. Dáinn í vorn stað. Á Langa frjádag. Ræða eftir sra. Ualldór Kolbeins. Bæn. Almáltugi kærleikans eilífi Guð. Vjer þökkum þjer og vegsömum þig fyrir þinn óumræðilega kærleika, sem þú hefir op- inberað oss fyrir líf og dauða Droltins vors Jesú Krists. Miskunsami frelsari vor, drag oss til þín, sakir þíns óumræðilega kærleika. Frelsa oss frá harðúð hjartans, vegna þinnar eilífu fórnar. Lát þinn blóðuga kross vísa oss veginn að fyrirgefningar- innar og sáttfýsinnar erfiðu brautum. Lát mig elska eins og þig einnig þá, sem hata mig. Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur, lát þinn blóðuga kross jafnan vera oss fyrir hugskotssjónum og vigja oss til heilagleika og auðmýktar, knýja oss til iðrunar og betrunar, Lát þinn blóðuga kross vekja oss til þess að vaxa og vinna, og leiðbein oss, svo að vjer treystum Guði án allra takmarka í hörm- um, stórviðrum og sólskini lífsins. Bænheyr oss sakir þinnar eilífu elsku. Am en. Texti: Síðasti þartur þíslarsögunnar. Vaggan og gröfln, upphaf og endir þessa jarðlífs, fæðingin og dauðinn, það eru tveir áfangaslaðir á æfibraut ódauðlegrar mannssálarinnar. Sem um fæðinguna, upphaf jarölifs vors, er veldur mismunandi eftirtekt í ver- öldinni eftir því hver það er, sem fæðist og er upphaf að mismunandi lífi hjer á jörð, svo er og um dauð- ann. I. Sumir valda með lífi sínu alda- hvörfum i mannheimum, annara líf er sem hressandi blær, er litlu orkar og gleymist þegar horfinn er, eD sumra líf er sem áhrifalaus þoku- dagur, það veldur engum sjáanlegum hræringum. — Sem um fæðinguna að hún er upphaf mismunandi lífs og mismunandi áhrifa svo er og um hina aðra fæðingu mannssálarinnar, sem vjer nefnum dauða. Dauðinn er áhrifalítill aiburður í lifi margra manna, (áhrifalitill á jarðlífið yfirleitl). Raunar er því svo farið um nokkuð marga menn, að þeir hafa nokkuru ríkari áhrif með minningu sinni á ástvini sína og mannlífið yfirleitt nokkurn tíma eftir að þeir eru dánir, en jafnvel fyrir dauða sinD, en svo hverfa þeir og gleymast alveg, er frá líður eftir öld eina eða tvær. Pað er suo um flesta menn, að dauðaslundin er upphaf þess að þeir hver/a frá jörðinni og verða áhrifalausir á það lif, sem þar er lifað. — — En svo er eigi um alla menn. Til er önnur tegund dauða, dauði, sem í rauninni er upphaf vaxandi áhrifa á mannlífið eftir dauðastundina. Sumir menn hafa vaxandi áhrif á jarðliflð jafnvel margar aldir eftir dauða sinn. Þjer sjáið að jeg tala hjer um tvær tegundir dauða. Annað er að deyja þannig, að áhrif mannsins minki að mun á dauðastundinni og verði stöð- ugt minni, er frá líður, þar til þau alveg þverra. Hitt er að deyja þannig, að áhrif mannsins verði mest á dauðastundinni og fari stöðugt vax- andi frá þeim tima, stundum um rnargar aldir. Hugsa jeg mjer nú að þjer minnist í huganutn ýmissra þeirra manna, er þannig hafa dáið og hvert mannsbarn þekkir. Jeg hefi eigi tíma lil þess að nefna þá, því að mjer er nú annað ríkara í huga og það er að benda yður á hvernig þelta mál horfir við um dauöa Jesú Krists. II. Enginn maður á jörðinDÍ, sem heyrt hefir nafn Jesú Krists og eitt-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.