Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.06.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 14.06.1928, Blaðsíða 4
140 BJARMl allri tilveru. / fórnardauða Jesú Krists á Golgatahœð mœtum vjer þoi orsaka og afleiðinga lögmáli almált- ugrar elsku, sem öll tiloera hvilir i. »Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel, i fjallinu dunar og komið er jel, snjóskýin þjóta svo ótt og svo ólt, auganu hverfur um heldimma nótt vegur á klakanum kalda. Svo þegar dagur úr dökkvanum rís, dauð er hún fundin á kolbláum is. Snjóhvíta fannblæju lagðiyfirlík liknandi vetur, en miskunnarrík sóT móti syninum lítur. Því að hann lifir og brosir og býr bjargandi móður í skjóiinu hlýr«. — Vjer þekkjum öll söguna, annað- hvort varð að deyja móðirin eða barnið. Og móðirin dó vegna barns- ins, í barnsins stað. Afklæddi sjálfa sig og fanst nakin, dáin, frosin. Sjá hjer er dæmi um, hvernig elsk- andi móðir deyr, svo aö barnið lifi. Hún frelsar barnið með dauða sfn- um. Eins hefir Kristur frelsað barn sitt, mannkynið, með dauða sinum. í'ví að án þess ljúss, sem stafar frá dauða hans hefði mannkynið orðið að útburði i vanþekkingar og synda- myrkri. Arnold Vinkelríd. Hann braut skarð i fylkingu óvinanna, en ótal sverð stóðu í gegn um hann og hann hlaut að deyja. Dauði þessa eina manns, frelsaði svissnesku þjóðina frá kúgun, þrældómi og niðurlægingu. Þegar Hans Egeða hvarf til Græn- lands með konu &inni til þess að boða þar evangelíið, þá gekk hann ut í þær þrautir og hörmungar, sem vjer getum ekki gert oss í hugarlund, og kona hans dó eftir fá ár. En dauði hennar og þjáningar hennar og manns hennar var Ijósið og lifið fyrir þjóðina, sem bjó f myrkri heiðninnar. Þannig má telja upp og sanna og rekja Iögmál fórnarinnar. En það er eigi tilætlun mfn á þessum helga degi. Hitt vil jeg nú benda á, að fórnar- dauði Krists yfirgnæfir allar aðrar fórnir, sem færðar hafa verið i ver- öldinni og það er vegna þessarar fórnar sem dauðastund hans verður mesta áhrifastund jarðlifs hans og áhrif hans vaxa um aldir alda með- an mannkyn lifir á jörðinni. Sjá þetta er leyndardómurinn um frið- þæging, sáttargerð og endurlausn. Það er fullkomnað. Kristur er dáinn vegna vorra synda, svo aö hver sem á hann trúir glatist eigi, heldur hafi eilift lif. »Steini harðara er hjarta það, sem heyrir um Jesú pfnu, gefur sig þar þó eigi að, ann meir gjálffi sfnu. Kann nokkuð svoddan kalt hugskot Kristf dauða að hafa not? Guð hjálpi geði minu«. Guð gefi oss náð til þess að horfa á þinn heilaga kross, hœtta að hefna, en sœitast og fgrirgefa. Friður sje með yður. í Jesú nafni. — Amen. Prestsvigslu tóku 13. maí: Björn Magnússon, aöstoðarprestur aö Prests- bakka, Eiríkur Brynjólfsson að Útskálum, Jón Pjetursson að Kálfafellsstað og Sig- urður Stefánsson að Möðruvöllum í Hörgárdal. Prestskosning í Möðruvalla- prestakalli fór svo, að Sigurður Stefáns- son kandídat hlaut 138 atkv., síra Guð- brandur Björnsson í Viðvik 103 atkv., síra Páll Porleifsson á Skinnastað 53 atkv. og sfra Stanley Melax á Barði 13 atkv. — Kosnfngin var ólögmæt, en sá, er ílest fjekk atkvæðin, hlaut embættið. Bjarma er skrifað, að kosningin hafí verið sótt af miklu kappi, og »verðum vjer margir sáróánægðir, ef sira Guð- brandur Björnsson fær ekki brauðið«, er bætt við.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.