Bjarmi

Volume

Bjarmi - 14.06.1928, Page 5

Bjarmi - 14.06.1928, Page 5
B JARMI 141 Kirkjan og guðfræðin. Útdráttur úr fyrirlestri eftir prófessor dr. 0. Hallesbij. »Kirkjan hefir aldrei verið án guð- fræði. 1 Nýjatestamentinu er frœðslu-gáfan þegar talin ásamt öðrum náðargáfum safnaðarins (Róm. 12: 7; I Kor. 12: 28). Fræðslustarfið var þegar frá önd- verðu samstæður hluti hinnar marg- háttuðu starfsemi kristna safnaðarins. En vísindaleg verður þessi fræðsla að sama skapi, sem hún er bygð á nákvæmri þekkingu á viðfangsefnun- um, óg ihugun og niðurröðun þessa þekkingarforða gerð eftir einka- lögmáli hugsunarfræðinnar. Hvortlveggja útheimtir mikla æf- ingu, jafnvel á sviði hinna veraldlegu vísinda. En þó margfalt meiri á and- lega sviðiuu, hinu viðkvæmasta sviði mannlegs lífs, þar sem erfitt er að afmarka staðreyndirnar greinilega, og þar sem mannleg hugsun rekur sig svo oft á hið óskynjanlega, þau lffs- fyrirbrigði, sem eru flóknari en svo, að þeim verði raðað í fyrirbÚDa dálka hins mannlega hyggjuvits. Af þessari ástæðu var ekki við því að búast, að vísindalegt starf kirkj- unnar næöi nokkru verulegu sjálf- stæði, fyrr en vísindin í heild sinni höfðu tekið þeim hinum miklu fram- förum, er urðu á 15. öld. Síðan hafa og orðið stórfeldar framfarir í vís- indalegum starfsaðferðum, einkum á 18. og 19. öldinni. En fyrir guðfræðina hafa þessar framfarir haft auðnurýrar afleiðingar. Meðan guðfræðin var drotning vís- indanna, ákvað hún sjálf aðferðir sfnar, já, og reyndar lika aðferðir hinna annara visindagreina. En með endurreisn vfsindanna og fornmentadýrkuninni rak gamla heiðn- in aftur upp höfuðið hjer í Norður- álfu. Og upp frá því heldur hin vísindalega rannsókn jafnt og þjett áfram að afkristnast. Pað er skoðun hins náttúrlega manns, sem lögð er til grundvallar allri rann- sókn. t*ess vegna er heimspekin nú orðin drotning vfsindanna. Hún setur sem sje að öllu samantöldu mestan visindasvip á skoðun hins náttúrlega manns og álit hans á alheiminum. Eftir því sem náltúruvísindin þrosk- ast, kreppir meira og meira að þess- ari vfsindalegu frumskoðun hins nátt- úrlega manns. Það verða nú náttúru- vísindin, sem rnestu ráða um aðferð- irnar. Og einkum skera þau úr um það, hvað megi viðurkenna sem raun- verulegt, frá sjónarmiði vfsindanna. þannig er kenningunni um náltúr- lega framþróun, sem bygð erá náttúru- rannsóknum, beitt við hin andlegu vísindi og þar knjesett sem algild meginregla um rannsókn alls andlegs lífs, einnig að því er trúarlífið snertir. Sömuleiðis hafa andlegu vísindin orðið að samsinna grundvallarsetn- ingunni um ævaranlegleik afls og efnis. Og þessi bundna starfsaðferð sviftir þá rjetti til að gera ráð fyrir öðrunr verðmætum á sviði hins andlega lffs, en hinum náttúrlegu eða ósköpuðu eiginleikum. Þar með er hið yfir- náttúrlega numið burtu, einnig á sviði trúarlífsins. Þannig er þá, i og með þessari bundnu vfsindalegu starfsaðferð, þvi slegið föslu, að sjerhver sú rannsókn, sem gerir ráð fyrir hinu yfirnátlúr- lega og fer þann veg í bága við nátlúrlega framþróun, slimpli sjálfa sig þar með sem óvísindalega. Fyrir guðfræðina hlaut þessi nýja tilhögun að hafa örlagaþrungnar af- leiðingar. Áður hafði guðfræðin verið vísindaleg, já, mestu ráðandi á sviði vísindanna. En nú var um það að

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.