Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.06.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 14.06.1928, Blaðsíða 6
142 BJARMI velja, hvoit hún ætti að fylgjast með vísindunum, eða vera hrein og bein guðfræði. Þetta val hefir nú í nærfelt 200 ár legið eins og mara á guðfræðinni. Og það eitt er víst, að frá þeim tima, er guðfræðin hafði um þetta tvent að velja, höfum vjer haft tvens- konar gaðfrœði, sem nú er nefnd jákvæð guðfræði og frjálslynd guð- fræöi — eða gömul og njj guðfrœði. Nýja guðfræðin hefir alt til þessa dags leitast við að fara í kringum valið, hliðra sjer hjá því. Reynt að halda valdi og virðingu, bæði sem vísindaleg rannsókn og kirkjuleg guðfræði. Með varfærni hefir hún flkrað sig áfram fet fyrir fet og tileinkað sjer og notfært áðurnefnda veraldlega vís- indaaðferð við hin kristnu trúarbrögð. Nauðug — viljug hefir hún lálið af hendi lífsskilyrði krislinnar trúar, hvert á fætur öðru, af því að hin viðurkenda visinda-aðferð krafðist þess vægðarlaust. Það var sem sje ekki nema tíma- atriði, hvenœr þessi guðfræði gæti farið að koma stefnuskrá sinni i framkvæmd og hefja. rannsókn krist- innar trúar á grundvelli hinna guð- lausu vísinda. Nú er sú rannsókn fyrir Iöngu hafin af hinum djörfustu nýguöfræðingum þeim, sem mest eru háðir hinum vísindalegu starfsreglum. Þessir menn eru nú einatt nefndir sameiginlegu heiti: hinn trúarsögulegi skóli, sem er þó ekki vel til fallið heiti. Eiginlega eru þeir rjett nefndir: róttœkir (eða rökbundnir, nkonse- kvente«) nýguð/rœðingar. Hlutverk þeirra hefir sem sje ekki verið annað en það, að beita þeirri starfsaðferð, sem ein er talin vís- indaleg. Þessa aðferð nota og aðrir nýguð- fræðingar og skírskota til hennar, þegar þeir vilja láta skipa sjer undir merki vísindalegrar guðfræði. En þeir framfylgja henni þó ekki til hlitar, af þvi þá skortir til þess vísindalega samkvæmni og kirkjulegt hugrekki1). Hinsvegar fylgja róttækir nýguð- fræðingar hinum vísindalegu for- skriftum út i æsar, án þess að blikna fyrir afleiðingunum. Við rannsókn kristinnar trúar strika þeir því út alt hið yfirnáttúrlega, þar á meðal hina gfirnáttárlegu opinberun, og þar með þann mikla eðlismismun, sem greinir kristindóminn frá öllum öðrum trú- arbrögðum. Með fulltingi samræmi- lögmálsins (analogipiincippet) er það sjerkennilega og einstæða i biblíu- trúarbrögðunum jafnað við jörðu og þar sett á bekk með binum þektu viðfangsefnum. Og samkvæmt fram- þróunarkenningunni er svo kristin- dómurinn talinn æðsta þroskastigið, sem trúarbrögðin hafi náð, á hinni löngu þroskabraut frá fyrstu ófull- komnum upptökum þeirra. En þrátt fyrir þessar afleiðingar af vfsinda-dálætinu, befir hin »frjálsa rannsókn« viljað telja sig vera kirkju- lega guðfræði. Hún heldur því fast fram, að þetta sje kirkjunnar trú, sem þannig hafi fengið visindalegan búning. Og þetta gerir hún þrátt fyrir það, þó að kirkjan hafi berlega lýst því yfir, að hún viðurkenni ekki þá trú, sem hjer er á borð borin. Og hjer snertum vjer hinar viö- kvæmustu minningar nýju guðfræð- innar. Hún hefir sjálf búið sjer illa aðstöðu, sem freistar hennar um megn fram. Hún hefir ekki getað þjónað tveimur svo ólikum herrum sem kristinni kirkju og guðlausum vis- indum, án þess að biða tjón á sálu 1) Til þessa tlokks — sem eiginlega er »hvorki fugl nje fiskur« — mun vera rjett aö telja hina íslensku nýguðfræoinga, flesta eóa alla. Pýð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.