Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 14.06.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 14.06.1928, Blaðsíða 8
144 BJARMI anna skuli meta svo litils sannleika síns málstaöar, að þeir verjist meö útúrsnún- ingum og hártogunum eða jafnvel vísvit- andi ósönnum aðdróttunum, en um þetta eiga óskilið mál undantekningarlaust allir, sem tekið hafa þátt í opinberum blaða- deilum um trúmál á tslandi((. Svo mörg eru prestsins orö. En sanni hann þaö betur góði maður heldur en með tómum fullyrðingum, að vjer eldri stefnunnar eða rjettara sagt biblíustefnunnar menn hðfum nokkru sinni varið málstað vorn með »útúrsnúningum og hártogun- um, eða jafnvel vísvitandi ósönnum að- dróttunum«, sanni hann það ef hann get- ur. Par eð jeg, sem biblíustefnunnar mað- ur, hefi nú i seiuni tíð, ogeins áður, með- an jeg ekki var fullkomlega ákveöinn i því, hverri stefnunni jeg skyldi fylgja, talsvert kj'nt mjer það, sem rætt hefir verið og ritað um trúmál hjer á landi á seinustu áratugum, og er þar að auki allmikið eldri maður en hinn háttvirti prestur, þá leyfl jeg mjer að lýsa yfir þvi, að annhvort hefir presturinn talað um þelta af litlum kunnugleik, ellegar hann, með áður tilfærðum ummælum sinum, er að vega að málstað okkar bibiíustefn- unnar manna undir grimu krislilegrar vandlætingar. Hvort heldur er læt jeg ó- sagt, því Drottinn er sá, sem rannsakar hjörtun. En hvað minni þekkingu við- vikur á því hvernig trúmálaumræður hafa fallið hjer á landi á seinni tímum, alt frá þeim tíma að ný-guðfræðin, svo og aðrar henni skyldar skaðvænlegar villustefnur, fóru að reka upp selshaus- ana, þá verð jeg jafnframt að lýsa því yfir, sem minni persónulegri sannfæringu, bygðri á einlægri viðleitni þess, að leita og finna hið sanna i þeim málum, sem og nokkrum kunnugleik á Guðs sálu- hiálplega opinberunar- og lífsins orði í heilagri ritningu, að vjer biblíustefnunn- ar menn, sem byggja viljum trú vora og von á hinu guðlega hjálpræðisorði Jesú Krists, postula hans, og hinu spáraann- lega orði hins gamla sáltmála, höfum ekki varið málstað vorn, nje sannleika hans, með neinum útúrsnúningum eða hártogunum, því síður með visvilandi ó- sönmim aðdróttiinum, þrátt fyrir það þó andstæðingar vorir hafi oft skrifað og talað" undir rós og á huldu í sumum til- fellum. Peir, sem byggja trúvörn sína á orði Guðs í heilagri ritningu hvorki vilja Jeg bið þig, Guð. Jeg bið þig, Guð minn góði að göfga' og styrkja mig, i bljúgu bænarljóði svo blessað geti' eg þig. Pú gafst mjer styrk að standa í straumi jarðarkífs, ó, gef mjer Guð þinn anda að gjöf til srclla lifs. Svo vanmáltuga' og veika veistu mina sál, raunamædda reika í reynslu djúpum ál. Æ, vitund mína vektu til verka fyrir þig, og hugans vantrú hnektu, er hindra vildi mig. Svo bljúg í bænaranda jeg beygja vil mín knje, ó, faðir lífsins landa jeg leiðir til þín sje. Pú ölluni kvíða eyðir og angri' í jarðargeim, sem litið barn mig leiðir í ijósið til þín heim. Gnó"/i//i Jóhaiinsdótlir, frá Braulaiholli. beita slíkum vopnum, nje heldur þurfa slikra vopna við. Ef hinn hátlvirti prest- ur vill vera svo einlægur talsmaður sann- leikans, sem útlit er fyrir, af áðurnefndii ræðu hans, að öðru leyti, þá getur hann sannfærst uin það, hver máisstaðurinn hefir beitt og beitir heiðarlegri og sann- leikanum samboðnari vopnum i baráttu sinni, með því að kynna sjer rækilegar en útlit er fyrir af áður tilfærðum orð- um hans, öll þau skrif um trúmála- ágreininginn í trúmálablöðunum og alm. blöðunum, undanfarandi 20 ár. Nafngreini hann svo greinar eftir alla þá, sem þar tóku til máls um trúmálaágreininginn, þar sem hann telur ummæli sín eigavið, — eða kannist við að hann hafi ofmælt. Guðmundur Jónsson, Litlu-Brekku. Útgefandi: Sigrurbjörn Á. Gíslason. Prcntsmiðjan Gulcnberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.