Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1928, Side 1

Bjarmi - 01.07.1928, Side 1
BJARMI KRISTILEGT H E I M I LIS B L A Ð XXII árg. Reylijavík, 1. júlí 1928. 19 tbl. »Þú ert ekki sendur til fólks, er mæli á torskilda tungu, eigi til margra þjóða, er þú skilur eigi, heldur hefi jeg sent þig til landa þinna, þeir geta skilið þig«. — Esek. 3., 5—6. Ferðaminningar ritstjórans. I. Lesendurnir æðimargir biðja um ferðasögu, en af því að feiðin var löng og viðburðarík, verður lítið rúm í blaðinu til nákvæmrar frá- sagnar — þó má reyna að astikla á steinum« og dvelja ofurlítið við það, sem best festist í minni. 15. mai fórum við hjónin frá Reykjavik með »Gullfoss« áleiðis til útlanda. Skipið kom við á 5 höfn- um austan lands, áður en lagt var alveg frá landi. Fimleikatlokkur kvenna, í Frakklandsför, var með skipinu og sýndi listir sínar í þremur kaupstöðum, þar sem viðdvöl var, og var þá ekki ráðlegt að boða kristi- legan fund samtfmis. — Marga hitt- um við að máli, þar á meðal um 30—40 sjúklinga. en ekki heyrðist mjer þeir, sem helst vildu um trú- mál tala, vera bjarlsýnir um fram- gang kristindómsins þar eystra. Jeg held það sje þrent eða fernt, sem best festist í minni mfnu, frá Austfjörðum, í þetta sinn: Kuldastormur napur á syðri fjörð- unum, daprar framtfðarhorfur hjá nokkrum kristindómsvinum, sem jeg átti tal við, og sjúklingafjöldinn í sjúkrahúsunum. — Anddyri sjúkra- hússins á Seyðisfirði hafði t. d. verið gert að sjákraherbergi. Jeg man ekki hvort þar voru 4 eða 6 sjúklingar. Umgengnin var góð og hjúkrunar- fólk vingjarnlegt, en sárt er að sjá unga fólkið í hópum rúmfast mánuð- um og árum saman. Hitt vita þeir einir sem reyna, hvernig er, að liggja vængbrotinn með verki sára, þegar vorið er að koma og aðrir geta starf- að og greitt brautir vona sinna. Dýrmætt er að mega veita sólar- Ijósi trúar og eilífðarvona til þeirra, sem hljóðir hvíla í skugganum með brotna vængi. — Þar er hlutverk, sem enginn trúaður maður má van- rækja, — síst prestar. Seyðfirðingar eru að undirbúa hjá sjer Elliheimilis-stofnun. Kvenfjelagið »Kvik«, stofnað af norskri konu fyrir 28 árum, hefir tekið það málefni að sjer, og á nú nærri 11 þúsund kr. í Elliheimilis-sjóði. Jeg átti tal við forstöðukonu fjelagsins, frú Guðrúnu Gísladóttur, og ráðlagði henni ein- dregið að byggja, eða kaupa, sem allra fyrst hentugt húsnæði handa gamla fólkinu. Reynsla vor Reykvík- inga sýndi, að þá væri mest gefið, þegar »sjóðum« væri breytt í fram- kvæmdir. — »Gullfoss« ljet í haf frá Seyðisfirði aðfaranótt þ. 19. mai. Sjórinn var dálítið úfinn, svo að sjóveiki sótti að sumum farþegum. Urðu þeir næsta glaðir, er skipið fór milli eyja Fær- eyinga á laugardagskvöldið. Skugg- sýnt var orðið og því ógreinileg land-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.