Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.1928, Blaðsíða 6
150 B J A R M I þrælbundin skólaspeki, sera ekkert eigi skylt við vísindalega hugsun nú- timans. Og þessar ásakanir virðast alls ekki vera i neinni rjenun. 1 raun og sannleika er þó þessi guðfræði kirkjunnar fullkomlega vis- indaleg. Já, starfsaðferð hennar er hin einasta aðferð, sem með visinda- legum rjetti er hœgt að beita á þessu sviði raunveruleikans. Veraldlegu vísindin neita vísinda- legu rjettmæti hinnar kirkjulegu guð- fræði sökum þess, að þau þekkja ekki það svið raunveruleikans, sem hún rannsakar, sem sje hið yfirnátt- úrlega, og freistast því til að neita þvf, að það sje til. Veraldlegu vísindin þekkja að eins tvö svið veruleikans: líf náttúrunnar og persónulífið. Kristna kirkjan þekkir hinsvegar þrjú: heim náttúrunnar, andlega heim- inn og hinn yfirnáttúrlega heim. — Þessum þremur sviðum veruleikans samsvara þrennskonar líffæri manns- ins, er hver um sig taka á móti á- hrifum frá þessum óliku sviðum veru- leikans. Náttúruna nemum vjer með skilningarvitunum, persónuheiminn með andlegum gáfum og yfirnáttúr- lega heiminn með hinni nýju dóm- greind hins endurfædda manns. Jafnskjótt og vjer verðum varir við nýjan veruleik, taka vísindin hann til rannsóknar. En hvarvetna gildir sú regla, að þeir einir geta rannsakað hlutina, sem orðið hafa þeirra varir. t*ess vegna getur enginn unnið að visindalegum rannsóknum hins yfir- náttúrlega í heiminum, nema kristni söfnuðurinn. Og við þessa rannsókn vill guð- fræðin vera alveg óháð hinum vís- indalegum aðferðum, sem fyrirskip- aðar eru við rannsóknir á óæðri sviðum veruleikans. Og þessa krefst hún einmitt í nafni vísindanna. Eins og það væri óvisindalegt, að beita lögum náttúrunnar við rann- sókn persónulífsins, eins er það ó- visindalegt, að þröngva rannsókn hins yfirnáttúrlega raunveruleika inn undir lögmál hins náttúrlega mannsanda. Hin kirkjulegu og hin visindalegu hugðmál eru þvi i sjálfu sjer alls ekki hver öðrum andstæð, heldur renna þau saman i guðfræði, sem með hreinu visindalegu sniði skilgreinir kristilega trú safnaðarins. Og nú vil jeg i fám orðum leitast við að lýsa þeirri starfsaöferð, sem sjálf viðfangsefni guðfræðinnar bjóða henni að nota. Það er Jesú Kristi einum að þakka, að söfnuðurinn þekkir hinn yfirnátt- úrlega raunveruleik. Það er hann, sem hefir afhjúpað og opinberað hið yfirnáttúrlega fyrir söfnuði sfnum. Og söfnuðurinn þekkir ekki annað nje meira af þessum veruleik en það, sem Jesús hefir opinberað. Þess vegna er hjálpræðistrú og hjálpræðis-sannfæring safnaðarins al- gert bundin við Jesúm Krist. En nú þekkir söfnuðurinn Jesúm Krist að eins af hinu postullega orði um hann. En söfnuðurinn hefir alt frá öndverðu sannreynt þetta orð sem það ytra tæki, er keínur söfnuðinum, kynslóð eftir kynslóð, í frumleg, persónuleg kynni við hinn nýja algilda veruleik, Jesúm Krist. Þess vegna er söfnuðinum það ljóst, að hann þekkir það eitt af hinum yfirnáttúrlega veruleik, sem hann er fær um að reyna og sannfærast um, samkvæmt opinberuninni í Ritning- unni. En opinberunina skilur og notar hin nýja sannfæring, sem fædd er af Andanum, en ekki hin náttúrlega, sbr. orð Páls: »En vjer höfum ekki hlotið anda heimsins, heldur Andann, sem er frá Guði, til þess að vjer

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.