Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.07.1928, Blaðsíða 8
160 BJAKMl sál, eins og ælti að vera hjá öllum mönnum. Brynjólfur Jóns on fæddist 16. apríl 1850, á Arnarvatni við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Jón Tómasson og kona hans Guðrún Grímsdótlir, ættuð úr Þistil- firöi. Brynjólfur ólst upp með for- eldrum sínum á Arnarvatni til 18 ára aldurs, þá lluttist hann að Garði við Mývatn, til Jóns Jónssonar og Guð- rúnar Þorgrímsdóttur og var þar í fjögur ár. Síðan fluttist hann að Vog- um við Mývatn og dvaldist þar að eins eitt ár, en fór þá af stað vestur um haf með móður sinni, Anton hálfbróður sínum og Kristínu systur sinni. í för með þeim var Guðrún Jónsdóttir, Þorgrímssonar frá Garði, sem síðar varð kona Brynjólfs. Til Ameríku kom Brynjólfur með föruneyti sinu 30. ágúst 1873, og settust þau að í Rosseaubæ í Ontario- fylki í Canada, og voru þar 2 fyrstu árin. Þar giftust þau Brynjólfur og Guðrún haustið 1874. Eftir þessa tveggja ára dvöl í Rosseau, fluttist þetta fólk ásamt fleiri íslendingum út í frumskógana, 6 mílur út frá þorpinu, og þar bjó Brynjólfur á landi, er hann tók rjett á, í 8 ár. Að þeim tíma liðnum fluttust þau hjón með 4 börn sín suður í íslensku nýlenduna í Norður-Dakota og fengu þar rjett á 80 ekrum af landi, hjer um bil miðja vegu milli Garðar og Mountain, og var það heimili þeirra, þar til að þau aftur fluttu til Canada, árið 1905. Þá lögðu þau leið sína inn í nýlendu þá, sem var að mynd- ast um miðbik Saskatchewan-fylkis, og námu þar land tvær mílur þaðan, sem Wynyardbær var seinna bygður, og á því landi búa þeir nú feðgarnir — Brynjólfur og Kristinn. Alls varð þeim Brynjólfl og Guð- rúnu 9 barna auðið, af þeim dóu í s 1 e n s k friinerki, notuð, kaupir undirritaður hæsta verði, og sendir verðskrá ókeypis þeim er óska. Ginli Sigur 1>J iirntsisoii. Pósthólf 62. Reykjavík. þrjú í fyrstu æsku, en hin 6 eru á lífi. Þau eru: Jón, Steingrímur, Krist- inn, Elín, Karólína og Haraldur. — Guðrún kona Brynjólfs andaðist 31. október 1918, eftir langvarandi heilsu- bilun. Brynjólfur hefir oft átt i þungu stríði. Hann hefir oröiö að mæta ýmsum mjög sárum erfiðleikum á lífsleiðinni, en hann hefir ávalt reynst »þjettur á velli og þjettur f lund, og þolgóður á raunastund«, eins og skáld- ið kemst að orði. En þessi sanna karlmenska á aðallega rót sína að rekja til máttarins guðdómlega að ofan. Hann getur sagt með Páli post- ula: »Jeg megna alt fyrir hann, sem mig styrkan gerir«. í daglegri umgengni er Brynjólfur glaður og ljúfmannlegur. Það hefir verið mjer dýrmætt hnoss, uppörfun og trúarstyrkui, að þekkja þennan merka og góða mann— þenna sanna Jesú lærisvein. Wynyard Sask, 8. maí 1928. Carl J. Olson. Æíiatriðin eru tekin upp úr bók Thor- stínu S. Jackson’s: »Saga íslendinga í Norður-Dakota«. Jóhaunes Sigurðsson, for- stöðumaður Sjómannastofunnar í Rvík, fer utan 17. þ. m. til að kynna sjer kristi- legt starf meðal sjómanna hjá nágranna- þjóðum vorum, og kemur ekki aftur fyr en í haust. Útgefandi: Signrbjörn Á. Gislasou. Prentsraiöjan Gutcnberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.