Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 2
162 B J ARMl sóknin svo mikil, að fólkið varð að flytja sig þaðan í Þrenningar-kirkj- una. — Stóð dönsk prestskona þar í prjedikunarstólnum hjá dr. Holden, og túlkaði ræðu hans. — Á sunnudag- inn flutti hann 2 erindi, annað um kvöldið í dómkirkjunni; var Ussing stiftprófastur túlkur þar. 1 vikunni á eftir var dr. Stuart Holden einn af aðal-ræðumönnunum á fjögurra daga »helgunar-fundum« á Nýborgarströnd á Fjóni, er 1000 Danir sóttu. Síra Ussing var fundar- stjóri þar, og sira Skovgaard-Petersen og Konrad Hansen rektor aðrir aðal- ræðumenn. Síðast í þeirri viku var 3ja daga þjóðfundur starfsmanna við barna- guðsþjónustur í Danmörku. Hann var í Haderslev á Suður-Jótlandi. — Formaður fundarins, sira Vibe-Peter- sen prófastur, er til íslands kom í hitteðfyrra, bauð mjer þangað, er við hittumst i Höfn. — — Pannig mætti halda áfram að teija upp krirtilegu fundina í júni í Dan- mörku, og ekki voru þeir færri í Sví- þjóð og Noregi, — en við sleptum alveg að hugsa um þá, því að al- þjóðafundur K. F. U. K. (Kristilegt fjelag ungra kvenna) átti að standa í Búdapest í Ungverjalandi 7.—18. júni. — Konan mín átti að mæta þar fyrir hönd íslensku fjelaganna, og var sam- mæld við nokkrar danskar fundar- konur, er ætluðu að leggja af stað frá Höfn mánudagsmorguninn 4. júni. — Jeg rjeði af að verða samferða, til að kynnast dálitið trúmálum og líknarstörfum á Ungverjalandi á meðan fundurinn stæði. Morgunbænir þykja sjálfsagðar í missiónar-gistihúsum, bæði á Norður- löndum og viðar, og eru þar oft furðumargir gestir viðstaddir, auk heimilisfólksins. Hitt er sjaldnar, að gestirnir sjálfir gangist fyrir »kvöld- söng« og kvöldbænum í aðal-stofum gistihúsa. — En svo var því varið þetta sunnudagskvöld (3. júni), þar sem við gistum í Höfn. Nokkrir tugir heimatrúboðsvina norskra gistu þar, og sungu mikið áður en gengið var til náða. Bar ekki á öðru en að öðr- um gestum líkaði það vel. Morguninn eftir (4. júní) fórum við rjett eftir dagmál, á stað suður á bóg- inn, eftir járnbraut suður Sjáland, sjóveg yfir Eystrasalt (2 stundir), og svo eftir járnbraut suður Pýskaland til Berlínar, og komum þar um nátt- mál. Var svo kalt þann dag þar syðra, að jeg fjekk afleitt kvef með hita- slæðing um nóttina og næsta dag. Við gistum 8 í hóp í aðal-gistihúsi K. F. U. M. í Beilín, og kostuðu þar 6 til 8 mörk (6,61) til 8,80 ísl. kr.) eins manns herbergi næturlangt, en 12 mörk tveggja manna herbergi. — í Höfn greiddum við bjónin ekki nema 6 til 8 kr. íslenskar á dag fyrir tveggja manna herbergi. — Fyrri hluta þriðjudagsins fórum við dálítið um Berlín og könnuðumst við flest, þótt liðin sjeu 23 ár síðan við hjónin vorum þar vikutíma. — En kl. hálf tvö lögðum við af stað suð- austur til Praha, höfuðborgar í Tsjekkóslovakíu. — Var allur sá veg- ur »ókunnugir stigircc fyrir okkur, sem aldrei höfðum áður farið lengra suður á bóginn en til Berlínar. Pýðir ekki að telja hjer viðkomu- staði, svo sem Dresden og fleiri merkar borgir, enda kynnist maður lítið stórborgum, þótt á þær sje litið úr eimreið. En miklu var útsýnið fegurra en áður, þegar sunnar dró. Fór lestin þá um hrið meðfram fljót- inu Elben, þar sem háir skógivaxnir og kletlóttir hálsar eða lág fjöll voru á báðar hliðar. Slórar gufuferjur fóru eftir fljótinu og ýmist þorp eða stór- býli í hverjum hvammi; var þar víða

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.