Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 4
164 BJARMI sem við ætluðum að nota, var lítil meðmæli, — en mættum svo slíkri vinsemd. — Fjelagsnafnið K. F. U. K. var á tsjekkisku ritað sæmilega ólíkt öllu því, sem við áður þektum, sem sje þannig: »Obrodné Hnutí Cesko- slovenských Mladých Zen«, — en andinn var góðkunnur, og því ekkert óeðlilegt að við hugsuðum: »Þótt langt sje farið og fjarri kunnum slóðum, erum við, sem ávalt fyrri, umvafin kærleika Guðs og barna hans«. Næsta dag fórum við eftir fyr- greindri áætlun og vorum þá orðin ein 12 frá Norðurlöndum, öll á leið til Budapest-fundarins. Minnismerki Jóhanns Húss, höll Wallenstein’s hershöfðingja, er barðist við Gústaf Adolf Svíakonung, stórvaxnar kirkjur, gröf »ókunna hermannsins«, hallar- gluggamir, sem ráðherrum var varpað út um við byrjun Þrjátíuárastríðsins, er í þeím hóp, sem best festist í minni mínu, af því sem við sáum þennan dag í Praha, — auðvitað þó að ógleymdu samsætinu, þar sem K. F. U. K. - konurnar í Praha voru álíka margar og gestirnir, og guð- fræðisprófessor bættist við, »svo að mjer skyldi ekki leiðast með öllu kvenfólkinu«. í samsætinu var töluð enska, en matarseðillinn var þó á tsjekkisku, og lærðist mjer þar, að »cerna kava« þýðir svart kaílt. — Mig langaði ekki í það, en bað um mjólk í kaffið, og fjekk þá svo mikið af þeyttum rjóma yfir »svarta kaíTið« sem bollinn tók frekast. Margt bar á góma og spurningum rigndi á báðar hliðar, ræðurnar stuttar, en því meiri fræðsla. Auð- vitað vissu Tsjekkarnir fátt um ís- land, og konurnar þurftu að skoða íslensku peysufötin og varð starsýnt á íslenska borðflaggið, sem við gáf- um forstöðukonunni. En játa má jeg að margt var mjer einnig lítt kunn- ugt áður, af því sem prófessorinn tjáði mjer um trúmál og þjóöfjelags- mál ýms þar syðra. Morguninn eftir, fimtudaginn 7. júní, fórum við Norðurlanda-ferðafólkið frá Praha með eimlestinni, áleiðis til Búdapest í Ungverjalandi, 12 slunda ferð. Var landið frjósamt og flatlent víðast, en ekki komið að Iandamær- um fyr en um miðaftan. Bar ekki til tíðinda, nema hvað jeg rak mig á að ungt skólafólk, sem samferða var um hríð, skyldi ekki stakt orð í þýsku, þótt það væri farið að læra dálftið í frönsku og ensku. Var það, með mörgu fleiru, bending um að Tsjekkum fjell ekki vel sambúðin við Austurríki, og kæra sig ekki um að námsfólkið leggi rækt við tungu fyrri yfirboðara sinna. Vegabrjefa-eftirlitið var all-nákvæmt við landamærin, en tollskoðun sama sem engin, bæði þar og annarsstaðar, hjá oss, sem sóltum K. F. U. K.- þingið, — og ekki nema hálft far- gjald í Ungverjalandi fyrir alla þá gesti. — Gera Ungverjar margt til aö greiða fyrir öllum slíkum heimsókn- um, eins og enda kom þegar í ljós hjá sendiherra þeirra í Höfn; hann vildi enga borgun taka fyrir að skrifa á vegabrjefin okkar, er hann vissi erindið, — en nærri því það einkennilegasta var, að það fór á sömu leið hjá fulltrúa Tsjekkoslova- kíu, er hann sá á skilrikjum okkar að ungverska sendisveitin var svo gestrisin. — Bar þeim þó hvorum 12 kr. danskar fyrir að skrifa á hvert vegabrjef, og aðrir ferðamenn voru að greiða það gjald, er jeg var hjá sendisveitunum, — en þeir ætluðu ekki á neinn alþjóðafund. — — — Þótt skuggsýnt væri orðið, er við komum að landamærum Ungverja- lands, tókum við eftir að þar var allmargt alvopnaðra lögreglumanna;

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.