Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 6
166 B JARMI Langafi hans var Gísli Jónsson, sýslumanns Jakobssonar á Espihóli; en yngri hálfbróðir Gísla var Jón sýslumaður Espólín. Móðir þess Gísla var Rósa Halldórsdóttir, prests á Staðarhrauni. Var faðir hans í skóla er honum fæddist sveinninn (1758). Gísli ólst upp hjá föðurmóður sinni á Búðum á Snæfellsnesi, varð stú- dent í Skálholti 1776; fór utan 1782 og tók guðfræðispróf í Höfn 1786. Gerðisl hann svo prestur í Noregi og giftist norskri konu. Eftir andlát Sig- urðar Stefánssonar Hólabiskups (1798) var síra Gísla boðin biskupsstaðan á Hólum, en hann baðst undan, kvaðst vera farinn að ryðga í is- lensku og vera of fátækur til slíkra breytinga. — Margar sögur fara enn um Noreg-af þessum síra Gísla, var hann talinn afarmenni að burðum og fasthentur við oflátunga. — Varð hann harla kynsæll, afkomendur hans í Noregi eru um 300 og fjölmargir embættismenn í þeim hóp. Sonur hans, Georg Daníel Barlh, síðast hafnarstjóri í Oslo (-þ 1872), átti marga syni, elstur þeirra var Gísli Johnson, nafnkunnur guðfræðis- prófessor í Oslo (f 1894). Yngsti bróðirinn var síra Anton, faðir Jó- hannesar Johnson, er var nafnkunn- ur kristniboði og fræðimaður (f 1920). Einn þeirra bræðra, Karl að nafni, varð starfsmaður í kirkjumálaráðu- neyti Norðmanna (f 1893). Síðari kona hans var sænsk, Cbarlotta M. Dahlgreen. Þau áttu einn son, Gísla Karl Thorstein (f. 7. apríl 1876). Hann tók guðfræðispróf í Oslo 1901, fór í ársbyrjun 1902 utan og var við framhaldsnám í Leipzig og Lundún- um árlangt, til að búa sig undir að verða kristniboði méðal Gyðinga. Auk þess var hann á Ítalíu, Rúmen- iu og Rússlandi til að kynnast ýmsu þar að lútandi. Hann kom heim aft- ur haustið 1903, tók prestsvígslu og fór svo til borgarinnar Galatz I Rú- meníu, þar sem fjöldi Gyðinga búa. Auk Gyðinga-trúboðsins annaðist hann nokkur ár einsamall norræna sjómanna-missiÓA við Dóná og alt Svartahafið. — Hann var í Galatz 19 ár, og var móðir hans hjá hon- um, uns hún dó eitt ófriðarárið; borðaði eitraðan fisk úr Dóná. — I hálftannað ár voru Þjóðverjar og Ungverjar í skotgröfum um 10 km. frá Galatz, og var allan þann tíma skotið á borgina æði oft, en hún full af mörg hundruð þúsund hermönn- um til varnar. Var sira Gísli þá um hríð eini evangeliski presturinn í Rúmeníu, og fulltrúi Rúmena, er evangeliskir embættismenn í austur- hluta Ungverjalands urðu að vinna Rúmenum trúnaðareiða eftir friðar- samningana. Endurminningar síra Gísla frá ófriðarárunum eru marg- breyttar og sumar hroðalegar. Tvo krossa eða heiðursmerki fjekk hann hjá Rúmenakonungi fyrir drengilegt starf. í ársbyrjun 1922 flultist hann al- veg til Búdapest, að ráðstöfun fje- lagsins norska, er styður starf hans. — I Búdapest eru jafnmargir Gyð- ingar og allir íbúar Oslóar (um 250 þúsundir), en lítið unnið að kristni- boði meðal þeirra af Ungverjum sjálfum. Á hinn bóginn hafa Skotar unnið að slíku kristniboði í Buda- pest síðan 1841, og jafnframt haft endurlífgandi áhrif á kirkjur mót- mælenda þar í landi. í desember 1922 giftist síra Gísli ungverskri prestsdóttur, Mörtu Maríu Jankö; faðir hennar var af slafnesk- um aðalsættum og æltarnafn hans var Ohitnyay és Jamoshazi. Þau eiga eina dóttur, 5 ára í haust, er heitir Guðrún Espólfn. — Er nafnið Espó- lín altítt í föðurætt sira Gísla í Noregi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.