Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 7
B J A R M I 167 Grunur er mjer á, að það hafi verið fleiri en Gyðingar i Búdapest, sem litu »norsku missiónina« horn- auga fyrst eftir komu síra Gísla þangað, ef til vill einkum fyrir þá sök, að trúboðinn hafði dvalið svo lengi í Rúmeníu. — Ungverjar líta ekki hýrum augum til neinna ná- granna sinna, er »fengu« eða tóku stórar spiidur af landi þeirra í ófriðar- lokin, en verst mun þeim við Rúm- ena. — Ekki heyrði jeg samt annað en gott eitt um sfra Gísla hjá Ung- verjum nú. Fyrst og fremst gerði hann þeim stórgreiða, nýkominn til landsins, er honum tókst að fá Tsjekkoslovaka til að veita »óhlýðn- um« lúterskum presti í nýfengnu ungversku hjeraði fulla uppgjöf »saka«. í öðru lagi hafa yfirburða gáfur hans og hreinskilni vakið virðingu allra, er kyntust honum, — hann flytur nú orðið guðsþjónustu á frönsku einu sinni á mánuði fyrir frönsku mælandi fólk í Budapest, — og í þriðja lagi leita nú stórir hópar trúhneigðra Gyðinga til hans, enda fleiri en hann kærir sig um. Þeir kalla sig »Krists- leitandi Gyöinga« og stundum »Krists-trúar Gyðinga«. Er játning þeirra eða stefna þessi í fáum orðum sagt: »Vjer trúum á Krist, teljum Nýja-testamentið segja satt, en skírn og samfjelag við kristna söfnuði kærum við oss ekki um«. Síra Gísla þótti ýmislegt í fari þeirra nokkuð blendið og afsagði að vera »hirðir« þeirra, ef þeir vildu ekki taka skírn; en einmitt dagana, sem við vorum í Búdapest, komu 2 sendimenn, sinn í hvort skiftið, frá þeim til hans til að miðla málum; annar þeirra var skfrður Gyðingur, og að mjer virtist einlægur kristinn maður; það var verulega ánægjulegt að hlusta á hann leggja áherslu á að það væri alt annað að »trúa um Krist« eða að »trúa á Krist«, — með þýskum orðatiltækjum gamal- kunnugum. — í vetur, sem leið, veitti sira Gísli prestsvígslu, samkv. biskups-umboði, gyðingkristnum Búlgara, M. Glúck- mann, sem hann hafði skírt fyrir 25 árum. Síra Glúckmann er fyrsti inn- fæddi evangeliski presturinn í Búl- garíu, býr í Sofía, og er studdur frá Noregi til kristniboðs meðal Gyðinga. — Til vígslunnar kom öll sendiherra- sveit Búlgara í Búdapest, og ætti hún þá eftir því að vera vinveitt slíku kristniboði. í öll þessi 27 ár, síðan sira Gísli fór fyrst frá Noregi, hefir hann að eins verið um 5 mánuði á Norður- löndum; er því sjóndeildarhringur hans talsvert annar en annara Norð- urlanda-guðfræðinga, sem jeg hefi kynst, og bókasafn hans í tveim stór- um herbergjum, er margbreyttara að j tungumálum til en jeg hefi áður sjeð | hjá nokkrum fræðimanni, enda les hann eitthvað um 15 tungumál og talar þau flestöll. Þó var ekki ís- lenska í þeim hóp, en nú mun hann byrja á henni í haust. »Jeg get ekki talið mig Svía, og varla Norðmann heldur, og þá er best fyrir mig að telja mig íslending«, sagði hann stundum, er hann var að segja mjer sögur af Gísla langafa sinum. Og i kirkjubókinni sýndi hann mjer að fremst var skráð is- lensk kona, þar sem guðfeðgini dóttur hans voru talin; var það æskuvin- kona hans, Halldóra Bjarnadóttir, útgefandi »Hlínar«. Var það eitt af mörgu láni, sem okkur var veitt, að fá að dvelja á heimili þessa ágæta og sjerkennilega manns. Þótt kona hans og dótttir töluðu ekki nema ungversku og þýsku, voru þær samhentar i, hvor á sinn hátt, að veita okkur og öllum norsku

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.