Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1928, Síða 2

Bjarmi - 15.08.1928, Síða 2
170 B J A R M I hin önnur trúarbrögð. Og hver áhrif þetta hefir á dómana um það, sem mest einkennir bibliu-trúarbrögðin, svo sem spádómana og persónu Jesú Krists, það hefi jeg sýnt á öðrum stað, svo að óþarft er að endurtaka það hjer. f Kirkjan er þess fullviss, að hún á áreiðanlegan og sigildan vitnisburð um það, hvað kristindómur er, sem sje vitnisburð postulanna um Krist, eins og sá vitnisburður er fenginn söfnuðinum í hendur í ritum Nýja- testamentisins. \ f*essari undirstöðu safnaðartrúar- innar er nýja guðfræðin neydd til að hafna. Samkvæmt starfstilhögun sinni getur hún ekki viðurkent að til sje í heiminum nokkuð það, er algilt sje. Og þá ekki heldur algildur sannleik- ur. Að eins tímabundinn. Kirkjan hefir rekið sig á algildan sannleik, einmitt i tímanum. Sá sann- leikur er eilífur, og þess vegna ekki háður neinum tima; með öðrum orð- um: haDn gildir á öllum tímum og fyrir allar kynslóðir. Þennan sannleik á kirkjan í Bibllunni. Nýja guðfræðin »/e//ar« sannleik- ans. Og eins og öll veraldlegu vís- indin hafnar hún sjerhverri guðfræði- legri rannsókn, er byggir á algildum sannleik, sem opinberaður er eitt skifti fyrir öll og sem kirkjan þarf að eins að trúa og samlaga hugsun sinni, að svo miklu leyti, sem það er hægt. Nýja guðfræðin lætur trúarþörf einstaklingsins skera úr um það, hvað sje kristindómur og hvað ekki. Og þannig á einstaklingurinn að velja, ekki að eins úr boðskap post- ulanna, heldur einnig úr kenningum Jesú sjálfs. En hvað eftir á að vera, sem eigin- legur og ófrávíkjanlegur kristindóm- ur, þegar búið er að velja og hafna á þennan hátt, — um það hafa skoð- anir verið skiftar meðal nýguðfræð- inga, er eru nú óðum að þokast saman. — Og að sjálfsögðu mun þessi ágreiningur hverfa með öllu, jafn- skjótt og nýguðfræðingarnir fá bæöi æfingu og nægilegt hugrekki til að beita aðferðum sínum út í æsar, eins og til er ætlast. Samkvæmt stefnu- skrá sinni eru þeir allir skyldir til þess, að strika út alt hið yfirnáttúr- lega í kristindóminum. Og þegar það er burtu numið, mun varla verða mikill ágreiningur um það, sem þá er eftir. Þetta er nú hin rikjandi guðfræði innan þjóðkirkju vorrar. Pað er hin embættislega undirbúnings-mentun prestaefnanna, rekin af embættis- myndugleik þjóðkirkjunnar og á kostnað ríkisins (þess sama ríkis, sem er, samkvæmt stjórnarskránni, skuldbundið til að styðja og vernda evangelisk-lúterska kirkju í landinu. Pýð). Það lakasta við þessa mentun er ekki það, að hún veitir tilvonandi prestum fræðslu i annari trú, en trú kirkjunnar. Pað versta er það, að þessi prestamentun er látin heita vís- indaleg fullkomnun hinnar kristnu kirkjutrúar. Þar með ruglar hún hugmyndir prestaefnanna, bæði um það, hvað kristindómur er, og hvað visindaleg guðfræði. Og það þolir kirkjan ekki til lengdar. Að visu veit jeg það, að margur ungur nýguðfræöi-prestur hefir öðlast leiðrjetting sinna afvegaleiddu kristin- dómsskoðana við það, að kynnast kristilegu lífi safnaðarins. En hug- myndir þeirra um það, hvað vísinda- leg guðfræði er, virðast að jafnaði

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.