Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.08.1928, Side 3

Bjarmi - 15.08.1928, Side 3
B J ARMI 171 vera svo úr lagi færðar, að þar á verði engin bót ráðin. Og þegar þeir svo geta ekki lengur notað nýjuguð- fræðina, standa þeir öldungis ráð- þrota og gefa alla guðfræði frá sjer«. Jeg heíi reynt að búa þetta erindi í íslenskan búning, sökum þess, að jeg tel það eiga við hjer, engu síður ea í landi höfundarins. Vjer höfum hjer alveg samskonar gamla og nýja guðfræði, sömu baráttuna þeirra í milli og sömu óánægjuna yíir því, hvernig hin nýja kenning er sama sem valdboðin í landinu, undir yfir- varpi frjálslyndis, en feðratrú vorri útrýmt. Það getur sem sje engum hugsandi manni dulist, að hjer er að ræða um tvenskonar trú: opinberunartrú gamal-guðfræðinga og framþróunartrú ný-guðfræðinga, og þær harla ólíkar. Önnur byggir á opinberun Guðs í Jesú Kristi, eins og sú opinberun er birt og boðuð í Ritn- ingunni, og eins og henni er viðtaka veitt af endurfæddum manni. Hin byggir að visu á sömu opinberun, en að eins að því leyti, sem hún er tímanleg og samþýðist veraldleg- um vísindum, að dómi hins óendur- fœdda manns. Látum oss horfast í augu við ástandið, eins og það er: Vjer, sem aðhyllumst gömlu stefnuna, getum ekki viðurkent að sú trú, sem ný- guðfræðingar boða, sje kristileg trú. Kristin trú er heitin eftir Kristi Jesú, frelsara mannanna, Guðs eingetna syni. En »í guðfræðikerfi nútfmans er Jesús ekki talinn vera Guð, sem ber syndir mínar fyrir mig eða tekur á herðar sjer þá byrði, sem jeg ætti að bera. Hann er talinn maður*.1) 1) Pessi skýlausa yflrlýsing er opin- berlega gefin hjer viö guðfræðideild há- Slika trú getum vjer ekki talið kristi- lega; það væri að afneita vorri helg- ustu sannfæringu. — Nýguðfræðingar gela að vísu viðurkent vora trú sem kristilega; en þeir geta ekki samsint því, að gatnla guðfræðin sje vfsinda- leg, af þvi að þeir skoða hana að eins með augum hins náttúrlega manns. Getur það nú verið holt og rjett- mætt, að halda svo gjör-ólíkum trú- arflokkum innan vjebanda einnar og sömu kirkju? Hlýtur það ekki að valda sívaxandi óheilindum og ó- ónægju, að þröngva svo gagnstæðum trúarskoðunum undir einn hattT Samkvæmt grundvallarlögum ríkis- ins er því skglt að styðja og vernda evangelisk-lúterska kirkju i landinu, og enga aðra, — ekki þá kirkju, sem nýguðfræðingar vilja láta heita evan- gelisk-lúterska, til að geta lifað á brauði hennar, heldur þá, sem í raun og veru er evangelisk-lútersk. Sjái ríkisvaldið það ekki, að ný- guðfræðingar boða nýja trú, sem ekki á neinn rjett til ríkisverndar; sjái það ekki, að ef þessu fer fram, hlýtur friðinum að vera skift, og taki það ekki i taumana og hreinsi til innan kirkjunnar, þá verða þeir, sem láta sjer ant um feðratrú sína og vilja varðveita hana til handa börnum sinum, að taka til sinna ráða. Og hvaða úrkosti eigum vjer þá? Fyrst og fremst þann, að halda fast og stöðuglega við trú vora — vorn allrahelgasta arf —, hverju sem fram fer i kringum oss. Annar kosturinn er sá, að vinna að skilnaði rfkis og kirkju, svo að vjer þurfum ekki lengur að láta neyða skólans í nafni nýju stefnunnar, sbr. frá- sögn »Morgunbl.« 30. okt. 1927 af fyrir- lcstrum dr. Auer’s.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.