Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.08.1928, Blaðsíða 4
172 BJARMI oss til að kosta þá fræðslu handa prestaefnum vorum, sem telja verður ranga og óholla, nje heldur að bafa aðra fræðara en þá, er kenna og boða ómengaða kristna trú. í þriðja lagi bljótum vjer að fara að vinna að því, sem þegar hefir verið ymprað á: að koma á fót sjer- stökum prestaskóla, »sem innræti nemendum sínum trúna á þann Guð og þann frelsara, sem vjer trúum á«. Árni Jóhannsson. rmr. »Ýmsir munu minnast þess«, að fyrir nokkuð löngu flutti »Tíminn« grein um trúmál, eftir Benjamín Kristjánsson. Var sú grein að því skapi fátæk að röksemdum sem hún var auðug að stóryrðum. í þeirri grein var aðallega stefnt á síra Gunnar Árnason, sem nú er einn af þjónandi prestum okkar Húnvetninga. Nú heíh- þessi sami fræðimaður ruðst fram á ritvöllinn í 25. tölubl. »Tímans« þ. á. og fer geyst. En í þetta sinn leggur hann Eggert hrepp- stjóra Levy i einelti. Sennilega mun honum finnast vera ljett verk fyrir sig að fást við Eggert Levy, því hann er ekki hærri í loftinu, í augum hr. B. Kr., en það, að hann »slagar tals- vert uppeftir* einhverjum busa, sem hann álitur vera, og hann nafn- greinir. — Hann er undrandi yfir því, að þessir menn skuli gerast svo djarfir, að »hætta sjer út á þann hála is, að fara að deila á menn með stórum orðum, sem einhverja sjerþekkingu hafa hlotið i því eí'ni, sem um er að ræða«! Þóttinn og stærilætið er dálitið broslegt. Eins og allir ættu að geta sjeð, eru þessi skrif hr. B. Kr. grimuklædd árás á trúna og kristindóminn. Tæki- færið notað út af því, sem einstakir menn segja, til að ráðast á kenningar kristindómsins. — Þessar greinar, sem hjer er iiin að ræða, eru auðvitað ekkert annað nje meira en það, sem oft áður er búið að segja með öðr- um orðum. En það má vera fund- vis maður, sem finnur röksemdir í þessum skrifum hr. B. Kr. Og það er líka ofur eðlilegt. Þeir sem telja sig í hópi nýguðfræðinga, vilja fella burt og rífa niöur, án þess að geta bygt upp aftur. Hr. B. Kr. lýsir yfir því (sem reyndar var óþarfi, því það vissu allir), að nýrri guðfræðin segist »nema ný lönd undir guðsriki«. En það má bann, og aðrir nýguðfræðingar, vita, að vjer, sem trúum hinu opin- beraða orði Guðs i ritningunni, erum ófaanlegir til að taka oss bólfestu i þessu nýja Iandi. Hitt má aftur á móti fullyrða, að margur kristinn maður hefir mátt með heitum til- finningum og tárvotum augum horfa á eftir börnum sinum, eða öðrum ástfólgnum vinum, ýta frá landi trúar- æskustöðvanna, til þess að nema land i nýlendum vantrúarinnar. Og það sorglega er, að á yfirstandandi tíma virðist þessum landnemum vera að fjölga. Óráðin æskan verður auðveld- lega á tálar dregin, þegar hinar annar- legu kenningar eru klæddar í glæsi- legan búning. Þessi grein hr. B. Kr. á að sýna, að trúin á sjerstakt guðdómseðli Krists, sje bygð á misskilningi og fáfræði. Efinn um sannleiksgildi þess- arar kenningar, — sem teljast verð- ur sem eitt höfuðatriði kristindóms- ins, sem alt annað er reist á, — heíir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.