Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.08.1928, Page 7

Bjarmi - 15.08.1928, Page 7
BJARMI 175 ára gömul, ávöxtur trúarvakningar peirr- ar, sem fariö hefir um Eyjarnar. — Ér nú í langflestum liverfum kristilegar sam- komur á hverju sunnudagskvöldi, þar sem leikmenn tala. í Pórshöfn er bæöi stórt og vandað safnaðarhús, nýlegt Sjómannahús (kostaöi um 130 þús. kr.) og K. F. U. K.-heimili. — Er einkennilegt, að par heflr í mörg ár veriö öflugt kristilegt fjelag ungra kvenna, en K. F. U. M. ýmist ekkert, eöa pá svo fáliöað aö sárlitið heflr á pví borið. Á hinn bóginn er kristilegt sjómannafjelag, »Bræðrafjelagiö á haflnu«, all-ú'breitt meöal Færeyinga, og sömuleiðis kristi- legt bindindistjelag, er nefnist »Blái krossinn«. — Arlega koma einhverjir feröaprestar eöa farandprjedikarar frá Danmörku, — og stöku sinnum frá Noregi, — og lialda kristilegar samkomur viða í Eyjunum. f vetur, sem leið, kom t. d. norskur Finna- og Lappa-trúboði, og safnaði fje til trúboðs síns við sam- komur, sem hann hjelt. Yfirleitt heflr alt sjálfboðastarf að trú- málum innan pjóðkirkjunnar aukistmjög á Færeyjum síðustu 10 árin, enjafnframt er erfiðara orðið fyrir sjeiílokka að vinna áhangendur, enda pótt »Bræðrasöfnuður- inn« enski hafi starfað lengi í Pórshöfn, og nokkrir aðrir sjerflokkar leitað pang- að síðustu árin. Prestarnir prjedika á dönsku, hafa verið skyldugir til pess, en leikmenn tala auðvitað á færeyisku, pótt sálmarnir, sem sungnir eru, sjeu yflrleitt á dönsku, jafnt við samkomur sem messur«.------------ Stjórnmáladeilurnar valda oft talsverð- um erfiðleikum í trúmálastarfinu. Aðal- blað sjálfsstjórnarmanna, ,ThÍDgakrossur‘, er andvígt leikmannastarfi, og pykir trú- uðum mönnum pjóðræknum pað stórum miður. En jafnframt gengur sumum dönsku prestunum full erfiðlega að skilja bæði færeyisku og lundarfar Færeyinga. Enda er ekki pví að neita að íslending- um, hvað pá Dönum, mundi pykja of- mikill punglyndisblær yfir trúarlífi margra þeirra. Og oft eru kristilegar samkomur peirra miklu lengri en títt er hjá nágrannapjóðunum. Er þeim, sem petta ritar, minnisstæð ein slík samkoma með um 40 Færeyingum. Eftir 2 stundir og stuttar ræður 3ja íslendinga og 2ia Færeyinga, ætlaði undirritaður að slíta samkomunni, en Færeyingar sögðu að sjer lægi ekkert á, og hjeldu áfram að vitna og syngja í hálfaðra stund til við- bótar. Einn þeirra las utanbókar 2 eða 3 kafla úr brjefum Páls, sem jeg man ekki til að jeg hafi heyrt aðra gera. — En hvað sem pví liður gætum vjer ís- lendingar margt lært af safnaðarstarfi Færeyinga, og mjög mundi peim vel tek- ið er kæmi í þeim erindum frá íslandi til Færeyja. S. A. Gíslason. Bækur. Fyrir 2 árum kom út bók eftir kristniboða á Indlandi, Stanley Jones að nafni, frá Ameríku, er athygli vakti víða um heim. Hún bjet »The Christ of the Indian Road, en danska þýðingin var kölluð: Kristus og Indi- en«, eins og mörgum lesendum Bjarma er kunnugt. Seint í vetur sem leið kom út önnur bók eftir sama höf- und, sem þykir jafnvel enn betri en sú fyrri. Hún heitir »Christ of the round table«. (»Kristur við kringlótta borðið«). Höf. hefir sem sje víða boðið trú- ræknum mönnurn ýmsra trúarbragða á Indlandi, til smáfunda (við »kring- lótt borð«), þar sem hver einstakur segir frá trúarreynslu sinni og hvaða gagn hann hafi haft af trú sinni. — Hefir þar berlega komið í Ijós, hvað sannkristnir menn eru margfalt auð- ugri að dýrmætri trúarreynslu, en allir hinir. Frá þessu er greinilega sagt í bókinni, og ýmsar bugleiðing- ar út af því á eftir. — Hún er ekki enn komin á Norðurlandamál, en á ensku kostar hún 5 shilling auk burðargjalds frá Englandi. Lutherstiftelsen i Osló hefir nýverið sent til umsagnar: 4 fyrstu heftin af

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.