Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII. árg. Reykjavfk, 1. sept. 1928 23. tbl. »Vertu óhræddur, bjeðan í frá skaltu menn veiða«. (Lúk. 5., 11). Ræða flutt við biskupsvígslu i Hóladómkirkju 5. sunnudag eftir trínitatis (8. júlí) 1928. Af Hálfdáni Guðjónssyni vígslubiskupi. Ræðutexti: Lúk. 5., 1—11. B»n. Drottinn minn og Guð minnl Vertu oss nálægur með áhrifum anda píns og orða þinna, í dag og í hvert sinn, sem vjer komum saman til þess að setjast við fætur pína með þyrstri sál, er þráir svölun úr náðarlindum þinum — þráir þá svölun, sem þú einn getur veitt. Drottinn minnl Jeg finn vanmátt minn, til þess að Ieysa skyldustörf mín svo af hendi, sem skylt er. Endurnýjað loforö mitt í dag um trúmensku eykur ábyrgðar- tilfinning mina, og knýr mig til þess aö varpa mjer í auðraýkt i föðurfaðminn þinn, biðjandi: Vertu mjer náðugur og miskunnsamur; styrk mig í öllu mínu starfi sem trúr sonur móður minnar, kirkjunnar. Styrk oss alla þjóna hennar og gef oss af náð þinni, að vjer megum vinna saman i kærleika, öllum þeim til sannra heilla og blessunar, sem vjer höf- um þegið köllun til að starfa hjá. Vertu máttugur í veikleika vorum og gjör oss alla, í Jesú nafni, samhuga og samtaka i trú, von og kærleika. — Amen. Það, sem mjer kemur fyrst í hug, í þessum sporum sem jeg stend nú í, er orsökin til þess, að jeg hefi tekið vígslu í þessu guðshúsi í dag. Or- sökin er sviplegt andlát æskuvinar míns og embættisbróður, Geirs vígslu- biskups Sæmundssonar, fyrir tæpu ári síðan. Fyrir nálega 18 árum, hinn 10. júlí 1910, var jeg staddur í þessu sama guðshúsi, sem vottur að biskups- vígslu hans. Þá kom mjer sist til hugar að jeg, sem var nokkrum ár- um eldri en hann, mundi verða hjer við slika vígslu staddur i annað sinn, og sist á þann hátt, sem nú er orðið. Minn látni vinur og embættisbróðir bar þetta embættisheiti með sömu prúðmensku og ljúfmensku, sem fylgdu honum alstaðar og ávalt, og öfluðu honum hlýrrar vináttu allra þeirra, er kyntust honum að mun. Fyrir það geymist nafn hans, vaíið hlýjum endurminningum og virðingu, i huga íninum og annara vina hans. — Nú hefi jeg, á efri árum, blotið köllun í hans stað. — Jeg finn það glögt, að engra afreka er að vænta frá minni hendi. En þess bið jeg þig, algóði Guð og faðir minn, að þú veitir mjer það af náð þinni, að jeg megi þau starfsárin, sem enn kunna að vera fram undan, eiga góða og kærleiks- rika samvinnu við söfnuði mína, embættisbræður og aðra samverka- menn í kristindóms- og kirkjumálum. Með þeirri ósk og bæn tek jeg þess- ari nýju köllun og treysti því, að þú, algóði faðir, sem hefir styrkt mig og leitt hingaö til, veitir mjer það af náð þinni, að jeg setji ekki verulegan blett á embættisheiti þetta, þann tima, sem mjer veitist enn heilsa og lif, til að gegna störfum sem þjónn kirkj- unnar. Kirkjan verður enn og ávalt að fá nýja þjóna að störfum, eins og i önd-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.