Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 2
178 B JARMI verðu, til þess að hún geti eflst og útbreiðst, eins og henni var ætlað. Ávalt verða þeir að ganga að starfi sínu í rjettum anda — sama anda og Jesús vildi innræta postulum sín- um, áður en hann kvaddi þá til fylgdar við sig og til starfa við boðun fagnaðarerindis síns. — Á þetta er oss bent i guðspjalli dagsins. Það leiðir oss að einni af frumlindum kristindómsins — einni af frumlind- um elfunnar miklu, sem átti upptök sín á afviknum stað, þar sem henn- ar gætti lítið í fyrstu. En er frá leið og hún streymdi Iengur, þá jókst hún og tók að kvíslast í ýmsar áttir, og streyma að lokum til nálega allra þjóða á hnetti vorum. Nú má heita að flestar þjóðir heimsins eigi nokk- urn kost þess, að kynnast kristin- dóminum. Vjer, sem þekkjum bless- unarríkt áhrifavald hans, treystum því, að hann muni að lokum ná til allra þjóða, þeim til göfgunar og blessunar. Vjer blessum alla þá og biðjum fyrir þeim, sem fórna kröft- um sínum og lifl, til þess að kynna heiðnum þjóðum kristindóminn. Vjer biðjum Guð að styrkja þá og blessa við störfin þeirra, og vernda þá í þeim þrautum og hættum, sem eru samfara starfi þeirra. 1 guðspjalli dagsins var skýrt frá því, er Jesús kvaddi til fylgdar við sig bræðurna tvenna: Simon og And- rjes Jónassyni og Jakob og Jóhannes Sebedeussyni. Oss er skýrt frá því, að oið hans og verk, kenning hans og kraftaverk, höfðu svo mikil áhrif á þá, að þeir hættu þegar í stað að mestu, og að lokum alveg, fyrri störf- um sfnum, slitu fyrri lífssambönd sín, yfirgáfu alt og fylgdu Jesú. — Oss er það öllum Ijóst, að fullorðnir, þroskaðir og vel gefnir menn, gripa ekki til slíkrar ráðabreytni, nema þeim þyki sjerstök ástæða til. Hver var þá ástæðan? Hvað var það, sem gerði þessa menn fúsa til að takast postulastarfið á hendur, og hæfa til þess, að dómi Jesú? Það var trúin og traustið á Jesú. Það var sannfær- ingin um sjerstakan guðdóm hans, sem lýsti sjer bæði í kenningu hans og kærleiksstarfsemi. Þessi sannfær- ing, þetta traust hefir þroskast hjá þeim því meir sem þeir kyntust hon- um betur. Vjer getum sagt, að Jesús láti þá ganga undir einskonar próf hjá sjer, áöur en hann felur þeim til fulls postulastarfið. — Enn í dag verða þeir, sem vilja ganga í þjón- ustu kirkju Krists, að sínu leyti á likan hátt að leysa próf af hendi. — JÞað má segja, að þetta próf hjá Jesú sje bæði verklegt og munnlegt, til þess að það tvent komi í ljós, að þeir eiga örugga trúarsannfæringu, óbifanlegt traust á Jesú, og að þeir eru fúsir að sýna þessa sannfæringu í verkinu, í hlýðni kærleikans. — Segja má, að í guðspjalls-kaflanum, er jeg las, felist sjerstaklega skýrsla um verklega prófið þeirra. Þeir höfðu verið að stunda venjuleg lífsstörf sín. Þeir voru viknir frá þeim, af því að þeir töldu enga arðsvon að þeim í þetta sinn. En þegar Jesús hetir flutt kenning sina í áheyrn þeirra, þá þykir þeim sjálfsagt að lúta honum með hlýðni og fullu trausti, það bljóti að vera hið eina rjetta og að verða þeim til blessunar, hvað sem skoðun þeirra liði. Þess vegna leggja þeir netin á ný — ekki í trausti á eigin hyggjuviti — heldur í traustinu á honum, eins og þessi orð Símonar votta: »Eftir orði þinu vil jeg leggja netin«. Þegar þeir höfðu staðist þetta próf, höfðu sýnt í verkinu traust sitt á Jesú og hlýðnina við hann, þá telur Jesús þá hæfa til postulastarfsins. Þá kallar hann þá og vigir til »mannaveiða«

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.