Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 3
B J A R M I 179 — eins og hann sjálfur orðar það. 1 öðrum guðspjalls-kafla, sem kirkjan lætur fylgja þessum sama sunnudegi, er enn gleggri frásögn um það, hvernig Jesús hagaði munnlega prófinu (Matt. 16., 13—18). f*ar er Jesús að spyrjast fyrir um það hjá lærisveinum sínum, hver menn segi, að mannsins sonur sje. Þeir svöruðu: »Sumir segja: Jóhannes skírari, aðrir: Elías, og aðrir: Jeremías eða einn af spámönnunum«. — Þá snýr Jesús spurningunni sem prófspurningu beint að þeim sjálfum og segir: »En hver segið þjer, að jeg sje?« Jeg geri ráð fyrir, að ef vjer hefðum aldrei áður heyrt svar þeirra, þá mundum vjer beinlínis standa á önd- inni af áhuga á því, að heyra svar þessara manna, sem langbest allra lærisveina Jesú, bæði fyr og síðar, höfðu átt kost á að kynnast honum, kynnast hugsunarhætti hans, kenn- ingum hans og verkum hans. Þeir áttu öllum öðrum betri aðstöðu til þess, að gera sjer grein fyrir og gera öðrum grein fyrir, hver Jesús er. Aftur er það Símon, sem hefir orð fyrir lærisveinunum. Svarið hans, sem kristnum mönnum hefir alt til þessa þótt svo óumræðilega mikils- vert, felst í þessum orðum: »jPú ert Kristur, sonur Guðs hins lifandau. Með þessu svari stóðst Símon prófið svo vel, að Jesús telur hann sælan fyrir svarið, og telur hann verðskulda nýtt nafn: Pjetur — kletturinn — það er: hinn ábyggilegi, hinn trausti. Pað var sannfæringin um guðdóm Krists, sanufæringin, sem fólst í svari Pjeturs, sem gerði þá fjelaga hæfa starfsmenn í þjónustu fagnaðarerind- isins. Þeir höfðu staðist prófið, bæði hið verklega — það sýndi hlýðni þeirra við boð Jesú — og hið munn- lega — það sýndi þessi afdráttarlausa játning þeirra um guðdóm hans. — Jeg gleymi þvi ekki, að ógnir písla og krossfestingar Jesú, komu i svip svo miklu róti á tilfínninga- og hugsana-lif þeirra, að nærri lá að örvæntingin næði tökum á þeim. En þegar þær öldur lægði, þá kom það í ljós, að sama sannfæringin átti heima hjá þeim og var andleg eign þeirra æfína á enda. Þess vegna lögðu þeir á djúpið með öruggum huga og óbilandi trausti á kærleiks- hjálp Drottins, og urðu sigursælar hetjur við boðun fagnaðarerindis Jesú. Þannig hefir þessu verið varið alla jafna síðan. Og þannig er þvi varið enn. Náin kynni af Jesú, af kenningu hans og kærleikslifi hans, vekja sannfæringuna um guðdóm hans. Sú sannfæring vekur traustið á honum. Og traustið gerir menn að öruggum fylgismönnum hans. — Þetta er öllum kristnum mönnum nauðsyn, til þess að þeir geti notið fullrar blessunar af kristilegri trú sinni, til þess að hún sje þeim and- legur aflvaki í stríði lífsins. Einkum er það nauðsyn öllum þeim, sem hafa fengið sjerstaka köllun til þess að vera þjónar Guðs orðs, flytjendur fagnaðarerindis Jesú. í traustinu á Jesú sem aimáttugum, algóðum, guð- legum leiðtoga, hlýða þeir köllun hans. Til þess að sú hugsjón geti rætst, sem felst í orðum Jesú um eina hjörð og einn hirði, verða þeir allir að treysta honum og fylgja sem sameiginlegum leiðtoga. Að öðrum kosti hlýtur að fara svo, að þeir leiða mennina í sína áttina hver. Pá sundra þeir, í stað þess að sameina. Skorti trúarsannfæringuna, sem Jesús taldi að gerði Símon sælan, þá er stefnu- festunni lokið. Þá vofir sú hætta yfir, að maðurinn berist af hverri kenn- ingar nýjung, ýmist í þessa áttina

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.