Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 4
180 B J ARMI eða hina, og verði svo að lokum lítt nýlt rekald á djúpi andlega lifs- ins. í*á gæti ekki verið um að ræða neina sanna trúmensku við Jesúm, sem kallað hefir oss til fylgdar við sig, enga samfylgd við hann, sem er vegurinn, sannleikurinn og lifið. Þá verða erfiðleikar lífsins og andstreymi manninum ofraun. Á þessum vígsludegi mínum get jeg ekki varist því, að líta um öxl til liðinna tíma, líta yfir 42 síðustu ár æfi minnar. Svo langt er orðið siðan jeg var vígður til þjónustu kirkjunnar, 23 ára gamall. t*á gekk jeg að þessu starfi með fremur litlu trausti á sjálfum mjer, á mínum kröftum, mínum hæfileikum, minni þekkingu. Jeg fann, að öllu þessu var mjög ábótavant. Þó gekk jeg að starfinu nokkurn veginn öruggur og einbeittur, vegna þess að jeg átti traust á því, sem var svo óumræði- lega miklu æðra, jeg átti fult traust á leiðsögn og kærleika frelsara mins Jesú Krists, og á föðurkærleika Guðs, sem hann hafði birt mjer. í Guðs nafni lagði jeg út á djúpið. — Jeg átti ennfremur traust bjartsýnnar æsku á mönnunum. — Ekki er því að neita, að ýmislegt andstreymi hefir mætt og vonbrigði orðið all- mikil stundum. En þrátt fyrir það hlýt jeg að játa með þakklæti, að æskutraust mitt, bæði á Guði og mönnum, hefir rætst og orðið mjer til margfaldrar blessunar. Jeg get enga grein gert mjer þess, hversu tómlegt, gleðivana og vonlaust lif mitt hefði orðið, ef jeg hefði ekki sífelt átt traust á miskunn og trú- festi frelsara míns Jesú Krists, og á föðurkærleika Guðs. Þegar jeg nú horfi fram á æfi- kvöldið, horfi fram til starfa, sem mjer ber að vinna, meðan æfidagur endist, þótt kraftar sjeu teknir að lýjast, þá er það að eins traustið á kærleikshjálp Drottins, sem bregður ljósi yfir síðasta kafla æfibrautar- innar. Þess vegna get jeg með fylstu sannfæringu tekið undir þessar ljóð- lfnur, sem ávarp til Guðs: Mjer verður ofraun einum hvert örstutt fet; en feril fullan meinum pjer fylgt jeg get. Þess vegna legg jeg enn öruggur á djúpið. Að líkindum er ekki mjög breitt sund eftir til sælla lands. Alt slíkt er hulið — að sjálfsögðu sem betur fer. En það er annað, sem oss getur öllum verið ljóst: Vjer eigum öll kost á því, að »herrann sje sjálfur í stafni« — og þá er engu að kvíða. Pá er ekkert djúp svo mikið, ekkert sund svo breitt, að vjer leggjum ekki út á það með fullu trausti á honum, sem »einn er vor leiðtogi«. Blessaði frelsari vorl Þú sem ert Kristur, sonur Guðs hins lifanda, vertu með oss á öllum vorum ferð- um í lífinu og vernda oss fyrir slys- um og hættum, freistingum og synd- um. Vertu miskunnsamur leiðtogi allra þeirra, sem eru staddir hjer í dag, hvort sem þeir eru lengra eða skemmra að komnir. Leiddu þá heila heim til sin. Um fram alt biðjum vjer þig að vera með oss og að láta oss minnast og finna til sam- fylgdar þinnar á ferðinni síðustu, yfir djúp dauðans, og leið oss þá seka og veika með almáttugri kær- leikshönd þinni heim — heim til föður þíns og föður vor á himnum. Amen. Gjaílr afhentar ritstjóra Bjarma: í Jólakveðjusjóð: 32 kr. frá hörnum undir Austur-Eyjafjöllum; 62 au. frá börnum í Sveinshól. Til Strandarkirkju: M. H„ Akureyri, 5 kr. Jón Biering, Akureyri, 10 kr.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.