Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 6
190 BJARMI þekkja, að hún ræki starf sitt með stakri árvekni, dngnaði og ósjerplægni, og jafnan er henni ant um hag og heill fósturlandsins. Fjölmargir eru þeir, sem kynst hafa lslandi við frásögn og framgöngu Ingibjargar Ólafsson. Er slíkt meira virði en í fljótu bragði verði frá sagt, eins og allir geta skilið, ekki þó hvað sist þeir, sem verið hafa utan- lands og vita um vanþekkingu manna og fáfræði um ættland vort. Önnur mikilhæf starfskona í K. F. U. K. var Valgerður Lárusdóttir Briem. í*ótt hennar nyti skemur við sökum langvarandi vanheilsu, má óefað segja að hún starfaði með miklum áhuga fyrir málefni K. F. U. K., og stofnaði fjelagsdeildina i Hafnarflrði, þar sem maður hennar, þorsteinn Briem, var þjónandi prestur um tíma. Byrjunin var afarsmá, fá- einar fermingarstúlkur, sem komu saman einu sinni i viku i dagstof- unni á heimili hennar, en það var eining andans í bandi friðarins, sem einkendi fundina þeirra, og það var hlýtt á þeim fundum. Hennar naut þar ekki við nema um stutta stund, því hún fluttist burtu norður í Eyja- fjarðarsýslu, þar sem maðurinn henn- ar fjekk prestakall. En fjelagsdeildin hennar hjelt starflnu áfram i sama stað og áður, K. F. U. M. og K.,- tóku íbúð prestshjónanna á leigu og hjeldu fundi sina þar, löngu eftir að hjónin voru farin. — »Við kunnum svo vel við okkur i stofunum hennar«, sagði stúlka ein úr fjelaginu við mig þegar jeg kom á fund til þeirra. Og jeg skildi það vel. þar sem maður á góðar minningar, þar líður manni vel, og litli hópurinn, sem safnaðist saman i dagstofu prestsins, hefír stækkað og starfað vel á umliðnum árum. Hefí jeg átt margar góðar stundir hjá K. F. U. K. í Hafnar- fírði og samgleðst fjelagssystrunum innilega, þegar þær væntanlega taka til afnota á komandi hausti veglegt hús, sem fjelögin K. F. U. K. og M. i Hafnarfirði byggja i sumar. þannig hefir litli visirinn vaxið. Núverandi forstöðukona fjelagsins i Reykjavík er frú Áslaug Ágústs- dóttir, og gjaldkeri er frú Amalía Sigurðardóttir; trúaðar áhugakonur, sem vinna með alúð að heill fjelags- ins í hvívetna. Fleiri starfskonur mætti telja upp, sem hafa staðið framarlega í fylk- ingunni og haldið fána fjelagsins hátt á lofti. Feim er öllum gott til þess að vita, að þótt nöfnum þeirra sje ekki haldið á Iofti af mönnum, þá er einn, sem sjer og horfir á störf trúrra þjóna. — Faðir yðar, sem í leyndum sjer, mun það opinberlega endurgjalda. Frh. Frá Hafnarfírði. Hinn 15. júní síðastl., að kvöldi dags, var lagður hyrningarsteinninn að nýju K. F. U. M. og K. húsi f Hafnarfírði, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Stóð forstöðumaður K.F.U.M.- fjelagsskaparins hjer á landi, síra Friðrik Friðriksson, fyrir þeirri at- höfn, og hjelt þar eina af sínum eld- heitu trúar- og hvatningarræðum, en sálmar sungnir fyrir og eftir. Nú er hús þetta risið af grunni og komið undir þak, og verður albúið til notkunar næsta haust. Dugnaður K. F. U. M. og K. fjelaganna í Hafnar- fírði, sem að húsgerð þessari standa, er aðdáunarverður, og trú þeirra á góðan og göfugan málstað, sem fyrir er unnið, með öllu óbifanleg, því hjer er ekki í allstórt byggÍDgar-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.