Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 7
B J A R M I 191 fyrirtæki ráðist með hendur fullar fjár, heldur í fullu trausti þess, að þegar Drottinn byggi húsið, verði erfiðið ekki til ónýtis, og að aldrei verði ráðfátt til framkvæmda þar, sem í anda Drottins er að sanngóðu málefni unnið. Fjelagið átti áður hús í Hafnar- flrði, sem það fjekk selt viðunandi verði í vor, og hlaut við þá sölu lít- inn vísi til byrjunar hinni nýju hús- byggingu, sem kosta mun alt að 22 þúsund krónur. Að öðru leyti berast nú þegar ríflegar gjafir til byggingar- fyrirtækisins frá fjelögum og mörgum vinum, sem hafa opin augun fyrir nytsemi og ágæti K. F. U. M. og K. starfsins, og telja það hverjum stað mikla nauðsyn að slikri kristilegri starfsemi sje og verði framhaldið meðal ungmennanna, til eflingar kristilegri trú og siðgæði. Kristinni kirkju og söfnuðum reynist hvervetna hinn ágætasti stuðningur að því, að eiga öflugan K. F. U. M. og K. fje- lagsskap að starfi innan sinna vje- banda. — þetta sjá og skilja einn- ig fjölmargir meðal þeirra, sem ekki geta beinlínis gefið sig við fjelags- starfinu, en eru þvl mjög blyntir og fúsir til að rjetta fram bjálpandi hónd í viðlögum. Hvar sem unnið er að sanngóðum málum í kærleika og með fórnfýsi, kemur hjálpin úr mörgum attum, — og einatt harla óvænt. Þar sem Drottinn byggir húsið, er ekki hætt við að smiðirnir erfiði til ónýtis. Áfram þvi með dug og dáð Drottins studdir ást og nað. Sje hann með oss ekkert er óttalegt — þá sigrum vjer. A. B. Knútnr Arngrímsson og Þormóðnr Slg- nrðsson tóku prestsvigslu 19. f. m.; annar að Husavík, en hinn að Póioddsstöðum, settur þar. Gegnum gluggann. Jeg enn gegnum gluggann minn sje þína sól, þú sólnanna eilífi faðir. Og ylgeislum sveipar hún bygðir og ból, oa blessun um aldanna raðir. Og barnið þitt veika, sem liggur hjer lágt, og ljósþrána elur í hjarta, nú lyfta vill, Guð, til þin huganum hátt i himininn skinandi bjarta. Ó, þú ert min stoð og minn styrkur og hlíf. því stenst jeg nú raunirnar allar. Ó, faðir, í hönd þina fel jeg mitt líf, jeg fagna er þú á mig kallar. Jeg sje nú í anda hin sólfögru hlið og söngvana heyri jeg skæra, er heilagir englar þitt hásæti við í himninum lofgjörð þjer færa. Ó, leyf mjer að taka’ undir lofsöngva þá, ó, leyf þú mjer, Drottinn minn kæri þjóð minni elsku og tign þína tjá meðan tungu og varir jeg bæri. Gjör lif mitt, ó Guð minn, að lofsöng til þín, að lagi, sem blíðlega ómar, að ljósi, sem smælingjum lýsir og skín, að ljóði, sem dýrð þina rómar. S. H. „Norðurljósið" og barnaskírnin. »Norðurljósið«, sem hr. Arthur Gook á Akureyri gefur út, hefir stundum flutt all- kuldaleg ummæli um barnaskírnina, og ýmislegt sagt fleira, sem Bjarmi er alveg ósammála. En þar sem aðal-tilgangur blaðsins er að vekja og glæða lifandi kristindóm, liefir ritstjóri Bjarma leitt hjá sjer að finna að þessu. En i siðasta tölubl. (nóv. og des. 1927) er grein, sem ekki er rjett að þegja við alveg, enda þótt Bjarmi ætli ekki í neina ritdeilu. »Norðurljósið« greinir á við »Heimilis- blaðið« um hvers vegna »biblíuþýðingar- fjelagið« enska var stofnað. í »Heimilisblaðinu« (í mars 1927) stóð, samkvæmt því sem »Norðurljósið« segir: »í þeim þýðingum (fyrnelnds fjelags) var ýmsum orðum vikið við, til að greiða fyrir kenningu endurskírenda«. En »Norðurljósið« flytur aftur þessi ummæli athugasemdalaust: . . . »Biblíuþýðingar fjelagið var stofn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.