Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.09.1928, Blaðsíða 8
192 B J A R M I að 1839, til þess að gefa út þýðingar sem innihjeldu útleggingar baptista«. Finst lesendunum munurinn á þessum tvennum ummælum svo mikill, að það taki þvi að deila um hann? Skiljanlegt er að þeir, sem hafna barnaskirn, vilji ekki kannast við aö þeir sjeu endurskírendur. — En það er alveg óþarfi lyrir þá að reiðast því nafni, úr þvi að þeir reyna að telja fólk á, sem skirt var á barnsaldri, að skírast að nýju. — Þeir eru endur-skírendur í augum allra þeirra, sem telja barnaskirn fullgilda skirn. Sje unt að telja það »ókurteisi« að láta það i ljósi, mætti alveg eins vel segja, að það sýndi hvorki hógværð nje »kurteisi«, er andstæðingar barnaskirnar kalla sjálfa sig, og sig eina, baptista eða sklrendur; er ekki með því verið að gefa í skyn að allir aðrir kristnir menn hafni skírninni, eða þá bresti rjetta skírn? — Fegar þeir hætta að kalla sjálfa sig skir- endur, virðist sanngjarnt að aðrir hætti að kalla þá endurskírendur, — alveg eins og rjettast væri að »eldri stefnan« hætti að kalla ný-guðfræðina nefasemda- guðfræði« pegar hún hættir að kalla sjálfa sig, og sig eina, »frjálslynda guðfræði«. Hvorugt þetta kom mjer þó af stað í þetta sinn. — »Norðurljósið« má eiga um það við »Heimilisblaðið«. — Pað er fyrst og fremst allur »tónninn« í þessari »Norðurljóss«-grein. sem mjer virðist alveg óverjandi, er bræður tala saman, þótt um ágreiningsefni sje. »Norðurljósið« birtir 2 kafla ur einka- brjefi. til hr. A. Gook, nefnir þó ekki brjef- ritarann, en segir að hann sje »ritstjóri að trúmálablaði í höfuðstaðnum«, hann hafi hverfandi litla þekkingu á orðum ritningarinnar eða rangfæri visvitandi orð frelsarans, »hamist móti krislilegri1) skírn í blaði sínu« o. s. frv. — Jeg efast ekkert um að »Norðurljósið« vilji styðja sannan kristindóm, en mig furðar á að ritstjóra þess skuli dyljast, að svona skrif fara í alt aðra átt. Pví er hann að birta smákafia úr einkabrjefi, heimildarlaust, og reyna að rífa þá i sundur opinberlega? Var ekki nær að skrifa brjefritaranum og reyna að »leiðrjetta« hann i bróðerni? — Og þvi er hann að geta um, að brjefritarinn sje aritstjóri trúmálablaðs í höfuð- staönum«, úr þvi að hann brestur einurð eða telur rangt að nefna hann? — Er það til þess aö lesendurnir heimfæri öll niðrandi orð »Norðurljóssins« um brjef- kafiana til vor allra hinna, sem gefum út trúmálablöð hjer i Reykjavík? — Jeg veit það ekki, en mjer þykir aðferðin ljót, og tel það alt annað en kurteist eða rjettmætt, að segja um nokk- urn okkar þessara ritstjóra, — heldur ekki um þann, sem A. Gook mun eiga við, — að »hann hamist gegn kristilegri skírn i blaði sínu«. — Söguþekking »Norðurljóssins« virðist vera af skornum skamti, eins og siðar verður nánar vikið að. En fyrst er að leiðrjetta það sem næst er. Það segir í fyrnefndri grein að tengda- faðir minn, síra Lárus Halldórsson frí- kirkjuprestur, hafi »tekið kristilega skírn«, sem eftir »kurteisri« málvenju blaðsins mun eiga að skiljast svo, að hann hafi hafnað barnaskírn sinni og látið skirast að nýju. — En þetta er gersamlega ósatt. Um það er mjer miklu kunnugra en hr. A. Gook. Jeg ætla ekkert að minnast á, hvað óheppilegt er, að trúmálablað fari svona ógætilega með sannleikann. En þeir, sem lesið hafa »Norðurljóss«-greinina, geta imyndað sjer hvað þar hefði staðið, ef wtrúmálablaðs-ritstjóri í höfuðstaðnum« hefði flutt þá skröksögu um nafnkunnan baptista prest, að hann hetði »horfið frá villu síns vegar« og tekið upp barna- skírnl Pað hefði ekki orðið fallegur sá vitnis- burður! — Pó er alvarlegasta atriðið í grein A. G. enn óátalið, en um það verður rætt i næsta blaði. S. Á. Gíslason. Tveir danskir lyfsalar, Schmidt og Frederiksen, dvöldu i Rvík nokkra daga i f. m., og fiuttu þar 4 kristileg er- indi, sum með skuggamyndum. Peir starfa báðir, í fristundum sínum, að björgunar- starfi meðal drykkjumanna i verstu ólifn- aðargötum Hafnar, og eru áhugamenn miklir um öll kristindómsmál. Útgefandi: Signrbjörn Á. Gfslason. 1) Leturbreyting min. S. A. G. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.