Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 3
bJAHMI 195 Góðkanningjar mínir ungverskir gáfu mjer að skilnaði þó nokkrar bæbur á ensku, þar sem skýrt var frá meðferðinni á Ungverjalandi um og eftir friðarsamningana. — Pegar síra Gísli Johnson sá þær hjá mjer áður en jeg fór frá Búdapest, sagði bann: »Þjer komist ekki með þessar bækur lengra en til landamæranna. Tsjekkar banna ferðamönnum að flytja með sjer inn í Tsjekkoslóvakíu ungversk blöð, hvað þá slíkar bækur um stjórnmál«. Jeg komst samt með þær vand- ræðalaust, ef til vill af því, að við komum frá Austurríki til Tsjekko- slóvakíu í þetta sinn. Jeg sagði toll- gæslumönnunum, sem satt var, að jeg flytti allan bókapakkann, sem jeg var með, norður til íslands, og ljetu þeir sjer það nægja og litu ekki á bækurnar. Um miðnætti á laugardagskvöldið komumst við til Praba og gistum á sama stað og á suðurleið. — Fram- kvæmdarstjóri K. F. U. K. þar í borg var komin heim frá Búdapest-fund- inum, og bafði beðið okkar um hríð í gistibúsinu, átti von á okkur með annari lest fyr um kvöldið. En skildi eftir vinsamlegt brjef, er við komum svo seint. Þótt ekki væri tækifæri til að dvelja i Praha í þetta sinn, lánaðist mjer þó að ná góðum bóka-samböndum við evangeliskar kirkjur þarlendar, og þaðan hefi jeg þann fróðleik, sem næsti kafli flytur. VI. Frá Czechoslóvakiu.1) Hún er ekki nema 10 ára gamalt lýðveldi, þótt aðalblutinn, Bæheimur, 1) Jeg skrifa oftast Tsjekkoslóvakía og Tsjekkar eftir framburði, Rilstj. væri sjálfstætt land á miðöldum. Austurríki og Ungverjaland urðu að sleppa þeim fylkjum, sem stofnsettu þetta nýja ríki. — Landið er á stærð við England (141 þús. km2), en óvenjulega langt og mjólt, 1000 km. frá austri til vesturs, en sumstaðar ekki nema 100 km. á breidd, rúm stundarför með eimlest, og austast ekki nema 55 km. á breidd. íbúarnir (um 14 miljónir) eru ýmsrar ættar, Tsjekkar aðallega í Bæheimi, og Slóvakar aðallega i Sló- vakíu, eru samtals fullar 9 miljónir, Þjóðverjar rúmar 3 milj., Magyarar (frb. Madsjarar) nærri 1 milj., Rússar í Rúthenfu, austasta fylkinu, eru um hálf miljón, Gyðingar um 200 þús., Pólverjar um 76 þús. o. s. frv. Mótmælendur voru fáir og áhrifa- litlir í Austurríki fyrir ófriðinn mikla. Rómversk kaþólsk kirkja hafði 95 af hverjum 100 innan sinna vjebanda, og var samtaka ríkisstjórninni í Vín um að bæla niður allar frelsishreyf- ingar. — Tsjekkar voru langflestir (90%) evangeliskrar trúar í byrjun 17, aldar, og gleymdu aldrei hvernig páfakirkjan hafði kúgað þá til hlýðni með báli og brandi; urðu því allar frelsishreyfingar þeirra jafnframt and- vígar þeirri kirkju. Og þegar þeir fengu loks hið langþráða stjórnar- frelsi árið 1918, ráðgerðu margir að segja alveg skilið við páfann í Róm, engu síður en við keisarann í Vln. Fólkið streymdi unnvörpum úr rómversk-kaþólskri kirkju; sumt hafnaði þá öllum kristindómi, sumt gekk í evangeliska söfnuði, og hefði orðið fleira, ef þar hefði ekki orðið hinn mesti prestaskortur, en sumt hvarf að því ráði, að stofnsetja nýja »þjóðlega kirkju«. Er hún ýmist nefnd Tsjekkoslóvakiska kirkjan eða »Endurbætta, þjóðlega, kaþólska kirkjan«. Hún fylgir helgisiðum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.