Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 4
196 B JAJRMI rómverskrar kirkju, en kenningar hennar eru enn mjög á reiki, hallast þó helst að nýguðfræði mótmælenda. Dómarnir um hana eru misjafnir. Rómverska kirkjan segir að prest- arnir, sem fóru með söfnuðum sín- um, hafi gert það til þess að fá sjer konu, — en aðrir halda að smárn- saman verði kirkjan evangelisk, og altaf eykst henni fylgi; hefir nú á aðra miljón áhangenda, þrátt fyrir öfluga sókn og vörn þeirra, sem fast fylgja rómverskri kirkju. Jeg hefi ekki við hendina nýjustu skýrslu um mannfjölda kirkjudeild- anna í Tsjekkoslóvakíu, nema þess- arar nýju kirkju. En árið 1921 skift- ust landsmenn svo að þessu leyti: í öllu í Bælieimi lýðveldiuu: einum: Rómversk-kaþólskir 10,384,833 5,216,180 Ts j e kko sló va kiska kirkjan 525,333 437,377 Rjetttrúnaöar-kirkj. grískar og armen. 73,097 7,292 Grísk-kaþólskir1) . . 535,543 6,803 Mótmælendur i 7 deildum 990,319 246,114 Gamal-kaþólskir . . 20,255 16,329 Smáflokkar 4,943 2,626 Gyðingar 354,342 79,777 Utan ilokka, flestir andkristnir .... 724,507 658,084 Þessi upptalning ber það með sjer, að íbúar lýðveldisins eru enn dreifð- ari í trúmálum en að þjóðerni, og verður þá skiljanlegra það sem evan- geliskur prófessor í Praha sagði við mig í vor, er hann var að spyrja um Ísland, en jeg um Tsjekkoslóvakíu: >)Er nokkur her eða herskylda á Islandi?« spurði hann. — »Nei«. 1) Peir, sem hjer eru nefndir »grísk- kaþólskir«, eru »í sambandi við Róm«, játa yfirráð páfa, en nota grisku, í stað latínu, við helgiathafnir og leyfa prestum að kvænast. — »Rjetttrúnaðar kirkjur grískar« hafna öllu sambandi við Róm. »Mælið þið allir sömu tungu?« — »Já, en við erum ekki nema rúmar hundrað þúsundir á öllu íslandi«. »Jæja, þið eruð lánsamir; vjer er- um fleiri, en vjer búum við hundrað þúsund erfiðleika«, mælti hann. Kona prófessorsins heyrði samtal okkar, og sagði að hann væri of svartsýnn og ætti síst að láta út- lending heyra slikt; en hann kvaðst reikna erfiðleikana fremur of fáa en of marga. Um það get jeg ekki borið, en hitt heyrði jeg suma þjóðrækna Tsjekka segja, að alt mundi ganga sæmilega meðan lýðveldið gæti notið forystu Mazaryk’s forseta, hann væri mesti og besti stjórnmálamaður Norðurálf- unnar, en orðinn gamall maður nú og heilsubilaður. Við þingkosningar ráða trúmál og þjóðerni mjög flokkaskiftingu, bæði í Tsjekkoslóvakíu og í nágrannalönd- unum; er það einkum rómverska kirkjan, sem beitir sjer í þeim efnum. En eftirtektarvert er það, að enda þótt áhangendur hennar teldust um 76°/o af landsmönnum við fólkstalið 1921, fjekk hennar þingflokkur ekki nema ll°/o af atkvæðum kjósenda við þingkosningar það ár, enda hefir hún síðan mist um 2 miljónir manna, og lýðveldisstjórnin hefir alveg vísað á bug allri íhlutun páfans um innan- rikismálefni, er hann vildi koma í veg fyrir hátiðahöld í Bæheimi árið 1925, til minningar um Jóhann Húss. Evangeliskir menn, lúterskir, kal- vinistar, Bæheims-bræður o. fl. eru þar, sem annarsstaðar, langstarfsam- astir að allri trúarvakningu og kristi- legum líknarstörfum, og alþýðument- un betri hjá þeim en hinum. Skóli og kirkja eru aðskilin, en frjálst er klerkum viðurkendra kirkjufjelaga, að kenna kristin fræði i skólunum,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.