Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 8
200 OJAKMl Ogspillingin hefirossbundið peim böndum, sem bugar oss alveg og lamar vort þor. í auðmýkt við lyftum þá iðrandi hjörtum upp til þín, faðir, í bænheyrslu von, þvi vitum sá ríkir á veldisstól björtum er vorum heim sendi sinn eingetinn son. Hann, sem að saklaus var kvalinn á krossi, kemur nú rakleitt og stöðvar vorn harm. Þurkar burt tárin með kærieikans kossi, kröftugan býður sinn miskunnar arm. fá reynum við fyrst hver er bróðirinn besti, er bætir æ kjör vor í sárustu neyð. Andinn þinn gefur oss ætíð í nesti ánægju’ og gleði, á komandi leið. Pórarinn Jónsson. Hvaðanæfa. Ólafur Ólafsson kristniboði fór 16. f. m. til Flateyjar og ætlaði það- an um Reykjanes og Gufudalssveit til Steingrímsfjarðar, en þar höfðu kvenfje- lag og ungmennafjelag beðið um að hann kæmi og flytti erindi um kristniboð. Á suðurleið flytur hann væntanlega ræður og erindi í Dalasýslu, og kemur aftur til Rvíkur fyrir miðjan október. — Áður en hann fór í þessa ferð flufii hann ræður i Keflavík, Útskálum og Grindavík og var hvervetna tekið ágæt- lega. Vjer vonum að mikill og góður á- rangur verði af starfi hans, svo margir snúi sjer til Krists og verði fúsari en áð- ur að styðja að útbreiðslu guðsrikis inn á við og út á við, — Reynslan annarstað- ar, og enda hjerálandi sömuleiðis, sann- ar að það er bæði liyggilegt og heilla vænlegt að kristniboðsvinir myndi smá- deildir eða fjelög hver öðrum til andlegs stuðnings og til að halda málinu vakandi í nágrenni sínu. Síðar mynda allar deild- irnar eitt alsherjar kristniboðsfjelag. — Er að því vikið þeim til íhugunar, sem áhuga fá á kristniboðsmáli við ferðalög kristniboðans. Að sjálfsögðu ber að því að stefna að ísl. kristniboðsvinir sjái alveg fjárhags- lega um starf kristniboðans þegar hann hverfur aftur til Kína með konu sinni og ungum syni, eins og þeir gera nú með- an þau dvelja hjerlendis, — væntanl. um 11 mánuði enn þá. En þá er jafnframt brýn nauðsyn á töluverðum gjöfum til starfsins. Fjelögin 4 við Faxatlóa eru ekki svo mannmörg að þau ein sjeu fær um að sjá um það alt. Ferðakostnaður þeirra hjóna til Kína að sumri verður t. d. lík- lega yflr 3000 kr., og ekki getum við þó farið fram á við Norðmenn að greiða hann, þar sem Ólafur starfar ekkert í Noregi þenna tíma, sem hann er burtu frá Kina. Margir hafa að vísu þegar gefið mynd- arlega til starfsins, — Guð blessi þá fyrir það, — en ferðalög kristniboðans og dvöl hjerlendis fer þó með það mest alt og því þarf meiru að safna. Hríseyingar hafa reist sjer myndarlega steinkirkju, er rúmar á annað hundrað manns. Var hún vigð 26. ágúst sl. með mikilli viðhöfn. Sóknar- presturinn og prófasturinn sr. Stefán á Völlum, vígði kirkjuna, en sr. Friðrik Rafnar flutti stólræðuna. — Alls voru 7 prestar viðstaddir og mannfjöldi miklu meiri en kirkjan rúmaði. — Eru nú kirkjurnar orðnar sex í Vallna- prestakalli, og þótt vegir sjeu þar góðir á sumrin og þá ekki lengi verið að fara á milli sumra kirknanna, er alt öðru máli að gegna fullan helming árs í ann- ari eins fannakistu og Svarfaðardalur er. — Fyrir þvi er hín mesta nauðsyn að endurreisa Tjarnar-prestakall. Gjaflr til „Trúboðsfjel, kvennaí* (Rvík: Frá Þ. H. og dætrum hennar 20 kr. E. G. M. 5 kr. P. G. 5 kr. N. N. 20 kr. Bogga 2 kr. N. N. 10 kr. Ibba 10 kr. Frá tveimur ónefndum konum á Akranesi 20 kr. Frá ónefndum 50 kr. Áheit frá Ellu 5 kr. Frá Steinunni Guðmundsd. Skriðnes- enni 30 kr. Úr kirkjubaukunum 100 kr. Kærar þakkir. Gjaldkeri. Gjöf til Elliheimilisins 10 kr. Aheit úr Hnappadalssýslu. F r a nfh a 1 d greinarinnar »Norður- ljósið og barnaskírnin« kemur 15. okt. Útgefandi: Signrbjörn Á. Gfslnson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.