Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 07.10.1928, Side 1

Bjarmi - 07.10.1928, Side 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXII. árg. Reykjavíb, 7. okt. 1928. 26. tbl. »Drottinn er góöur, athvarf á degi neyðarinnar, og hann pekkir þá sem treysta honum«. (Nahum 1., 7). Andleg starfsemi kvenna. Eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Framh. Fróðlegt gæti það verið, að líta um öxl og skygnast aftur í liðinn tíma, til þess að athuga upphaf K. F. U. K. á Englandi, þar sem vagga fjelagsins stóð. Um 1850 áttu kaupmannshjón nokkur heima í þorpi einu litlu á Englandi, sem Barnett nefndist. t*au áttu 5 dætur, ein þeirra hjet Emma Roberts. Systurnar fengu gott upp- eldi og nutu þeirrar mentunar, sem þá tíðkaðist. Skólaganga var þá sjald- gæf fyrir stúlkur, þær urðu að láta sjer lynda þá tilsögn, sem heimilið gat veitt þeim, og var þá annaðhvort tekinn heimiliskennari eða faðir þeirra kendi þeim sjálfur hinar algengu námsgreinar, þar að auki lærðu þær teiknun og hljóðfæraslátt, væru þær sönghneigðar. Móðir þeirra sagði þeim til í handavinnu og ýmiskonar hannyrðum. Þá var allur fatnaður saumaður í heimahúsum, saumavjel- ar sjaldgæfar og aðkeypt föt þektust varla. Var því hver og einn að búa að sínu, og kouunum reið á að geta sjálfar saumað fatnað heimamanna, urðu stúlkur því að læra vel til sauma. t>á voru hjúkrunarstörf, sem stúlk- um var næsta nauðsynlegt að leggja talsvert stund á, þar eö sjúkrahús voru á þeim árum all fágæt og frem- ur ófullkomin, og sjúklingar urðu að njóta bjúkrunar, sem heimilin gátu látið þeim í tje, þess vegna varð það oft hlutverk heimasætunnar að sinna sjúklingunum. Heimur ungu stúlkunnar var því sem oftast innan fjögurra veggja lieimilisins, þar dvaldi hún og vann að heimilisstörfunum, og beið þar þeirrar stundar að hún giftist, og eignaðist þá sjálf sitt eigið heimili, þar sem henni kæmi að notum mentun sú og þekking, sem henni hafði hlotnast. En Emma Roberts, og systur hennar, undu ekki kyrsetu fábreyti- legs og fremur aðgerðalítils heimilis- lífs. Þeim nægði ekki eingöngu þau störf, sem stofur, búr og eldhús kröfðust af þeim, þær þráðu æðri störf og annars eðlis. Þær fóru því að líta inn til fátækra sjúklinga, til þess að rjetta þeim hjúkrandi hjálpar- hönd, og þær stofnuðu skóla fyrir lítil börn, vitjuðu aldraðra einstak- linga, sem fáa áttu að, o. s. f|-v. Einkum fann Emma Roberts þá sterka hvöt hjá sjer til þess að starfa eitthvað fyrir ungar stúlkur, hún hafði sjeð að þær áttu margar við mjög bág kjör að búa; áttu lítinn kost á að afla sjer þekkingar i al- gengustu fræðum og gengu margs á mis. Emmu Roberts langaði mjög mikið til þess að ráða einhverja bót á þessu, en sjerstaklega þráði hún

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.