Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.10.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 07.10.1928, Blaðsíða 2
202 B J A R M I þó, aö gefa þeim kost á að kynnast mannkyns-frelsaranum Jesú Kristi. Hún leit svo á, að það væri hinn sanni, varanlegi grundvöllur gæfu þeirra og gengis, og þá fyrst gætu þær orðið nýtar konur »til gagns bæði fyrir Guð og föðurlandið«, eins og hún komst að oiði. Árið 1855 hóf Emma Roberts svo starf sitt. Hún kvaddi saman fáeinar ungar stúlkur, sem hún vissi að voru henni samhuga og samhentar, og spurði þær hvort þær vildu hjálpa sjer með fyrirbæn. Um tuttugu ungar stúlkur hjetu henni hjálp sinni og rituðu nöfn sín á lista, sem lá frammi á fundinum, sem varð stofnfundur hins fyrsta K. F. U. K. í heiminum. Ungu stúlkurnar komu sjer saman um að styðja hver aðra með stöð- ugri bæn fyrir og með hvor annari, sömuleiðis fyrir öllum ungum stúlk- um, er þær þektu. K. F. U. K. var þannig reist á hinum trausta grund- velli bænarinnar. Fljótlega bættust fleiri við i þennan biðjandi hóp, og það leið ekki á löngu áður en sams- konar bænarfjelög mynduðust víðs- vegar um England. Um þetta leyti kallaði Guð aðra konu til starfa. Hún bjet frú Kinn- aird og átti heima í Lundúnum. Frú Kinnaird hafði komið auga á hina margvislegu neyð í stórborginni, bæði í likamlegu og andlegu tilliti, ekki síður á meðal ungra stúlkna heldur en annara. Hún vissi að helst yrði ráðin bót á bölinu með því, að beina sjónum þeirra til frelsarans, safna þeim saman og innræta þeim guðs- ótta og góða siðu. Hún hófst handa og stofnaði heimili fyrir ungar stúlkur, verustaði þar sem þeim var frjálst að koma og dvelja eftir vild, þar sem hlýleg hönd og vingjarnlegt bros beið þeirra og bauð þær velkomnar, þar sem þær fundu umönnun kær- leikans, og Guðs orð var það Ijós, sem lýsti inn i sálir þeirra. Konur þessar, Emma Roberts og frú Kinnaird, sameinuðu því næst krafta sfna um það málefni. sem þeim báðum var harla hugleikið og kært, og á þann hátt myndaðist um- gerð þess fjelagsskapar, sem nú er kunnur orðinn um allan heim, og ber nafnið K. F. U. K. Frá Englandi barst starfsemin víðs- vegar um álfuna, sömuleiðis í aðrar heimsálfur. Englendingar eiga, svo sem alkunna er, yfir löndum að ráða viða um heim, og kom það oft fyrir að fjelagskonur giftust mönnum, sem áttu embættum að gegna í fjarlæg- um landshlutum í öðrum heimsálf- um, er lutu Bretaveldi, og á þann hátt bárust frækornin áleiðis, en Guð blessaði þau. í Ameríku t. d. var fyrsta fjelagið stofnað 1865, en í Noregi 1880. Nú skiftast störf fjelagsins í marg- víslegar greinar, og miða að því, að leiðbeina og hjálpa ungum stúlkum á ýmsan hátt. Kvöldskólar eru settir á stofn, þar sem verkastúlkur njóta hagkvæmrar tilsagnar í ýmsu nyt- sömu námi. Dvalarstaðir í sveit eru útvegaðir fátækum og óhraustum stúlkum. Matstofur eru settar á stofn, þar sem stúlkur í verslunarstjett geta fengið fæði, gott og hentugt, fyrir afar sanngjarnt verð. — Atvinnulaus- um stúlkum er útveguð atvinna, og fátækum, umkomulitlum stúlkum, sem ferðast til útlanda, eru látnar í tje góðar og gagnlegar leiðbeiningar, sem geta komið þeim að verulegu gagni. — Á járnbrautarstöðvum stór- borganna er ennfremur veitt ýmis- konar leiðsögn og ráðlegging ókunn- ugum aðkomustúlkum. — Þar að auki heldur fjelagið alstaðar uppi reglubundnum guðsþjónustum innan fjelags, og eru allar ungar stúlkur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.