Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1928, Qupperneq 1

Bjarmi - 01.11.1928, Qupperneq 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ e XXII. árg. Reykjavík, nóv. og des. 1928 29.-32. tbl. Gleðileg jól, í Jesú nafni! r I dag er yður írelsari íædlur. (Samtal á jóladaginn) »Hvað segirðu — frelsari? Frelsari frá hverju?« »Frelsarí frá synd og sekt, dauða og dómi«. »Það er ómögulegtl — Hver er hann? Hvar er hann?« »Það er ekki ómögulegt, þótt óknnnugum þyki ótrúlegt. Hann heitir Jesús Kristur, og er með læri- sveinum sinum. Þeir votta það, fyr og síðar, að hann hafii þerrað tár þeirra, reist þá á fætur, veitt þeim fyrirgefningu synda og örugga vissu um eilíft sælulif«. »Hvernig getur nokkur maður orðið viss um þess háttar? Ætli það sje ekki ímyndun eða trúarhroki?« »Ókunnugir ætla það oft, — eins og við er að búast. Fiestum okkar er svo farið, að í hvert sinn, sem einhver talar um þá andlegu reynslu sína, sem við þekkjum ekki sjálf af eigin reynd, þá vakna í brjósti vor efasemdir, — og í þessu tilfelli eru efasemdirnar nokkurs konar sjálfs- vörn. »Vörn« syndugrar viljastefnu gegn því að auðmýkja sig fyrir heilögum Guði«. »Hvernig þá, jeg skil þetta ekki?« »Jú, ef þú átt sjálfur enga trúar- vissu, enga vissu um að Guð hafi fyrirgefið þjer syndir, en ált tal við mann, sem segist eiga hana, þá skjátlast öðrum hvorum mjög. Annað- hvort er þetta ímyndun hans, eða þig skortir dýrmætt hnoss, og þá er fásinna af þjer að keppast ekki eftir þvi. — En flestir eru fljótari til að ætla öðrum villu en sjálfum sjer. Auðmýktin, sem játar fátækt og skammsýni, er engin uppboðsvara«. »Jeg kann ekki við að menn seg- ist vera »frelsaðir« eða »heilagir« eða »syndlausir«. Mjer finst það vera trúarhroki«. »Jeg er á sama máli um »synd- leysið«. — Lærisveinar Krists þurfa daglega að biðja Faðir vor, — og biðja þá: Fyrirgef oss vorar skuldir. — »Heilagur« er biblíulegt orð, og þýðir í þessu sambandi ekki annað en »helgaður Guði«. Og úr því að þú kallar Kiist frelsara, er það van- traust eða hugsunarvilla, að enginn megi kannasl við að hann hafi frels- ast. — Annars er það auka-atriði hvað sannir lærisveinar Krists kalla sig, enda eru nöfn þeirra ólík hjá ýmsum þjóöum og kirkjudeildum. — Hitt er aðalatriðið, að þú og jeg sje- um vissir um að vera í lærisveina- hópnum«. »Geturðu þá útskýrt fyrir mjer hvernig þú sjálfur ert viss um þetta?« — »Jeg veit ekki hvað þjer er full- nægjandi skýring í því efni. — Ef þú hittir mann, sem segðist ekki trúa þvi, að þú værir viss um kær- leika foreldra þinna, nema þú út-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.