Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 2
226 BJARMI skýrðir það, — hverju mundir þú svara því? — En það er satt, hvort sem þú trúir eða ekki, að bæði jeg og ótal aðrir, vorum einu sinni jafn óvissir um fyrirgefningu og þú ert nú, — en þegar við trúðam Kristi alveg fgrir okkur, þá kom vissan og öruggleikinn«. »Geturðu þá sagt mjer hvernig jeg get eignast þessa vissu?« nLiklega ekki eins vel og skyldi. Langoftast fer einhver barátta fram í sálu mannsins áður. Likast þvf sem tvö öfl togist á um yfirráðin. Radd- irnar, sem vinna gegn Guði og vel- ferð sálarinnar, segja fyrst: »það er óþarfi að auðmýkja sig og »vissan« tóm ímyndun«. — »Synd þín og sekt er þó engin fmyndun«, svarar sam- viskan. — Þá segir önnur rödd: »t*að er alt árangurslaust, þú færð aldrei fyrirgefningu Guðs«. — Hjá öðrum er það fremur framtíðin en liðin tíð, sem barist'er um. »Jeg á ekki erfitt með að treysta því, að Jesús sje frelsari minn, og jeg vil hlýða honum i flestaa, segir manns- sálin þá, en tekur um leið undan einhvern syndavana eða skorast und- an að framkvæma eitthvað, sem sam- viskan segir þó að sje Guðs vilji. — En á meðan kemur enginn örugg- leiki. — Einstaklingarnir eru ólíkir í þessum efnum. En tvent — upphafið og endirinn — er jafnan sameigin- legt: Þrá eða heit ósk i fyrstu, að eignast sálarfrið, — sá sem ekkert þráir fær ekkert, — og að síðustu að fela sig Kristi skilgrðislaust. — Því mætti segja: Einka-skilyrðið er: »skilyrðislaust««. »En hve nær er hentugasta stundin ?« »/ dag. — I dag er yður frelsari fœddur. í dag halda kristnir menn jólahátíð. í dag styðja ótal minningar að því, að sál þín dvelji við fótskör hans. í dag er hann að kalla á þig um leið og þú lest þetta, og van- rækir þú að svara í dag, verður það erfiðara á morgun. í dag geturðu reynt hvað i þvi felst, að eiga gleði- leg jól, i Jesú nafni. Alla æfi, — nei, alla eilífð, — mundir þú hugsa um það með fögnuði, ef þú gætir sagt i kvöld í fullri alvöru: »Lo/ sje gáðum Guði, sem gaf mjer frelsara i dag«. Kristniboðsstarf kvenna. Eftir Herborgu Ólafsson. Regar jeg var barn, langaði mig mest af öllu að verða kristniboði, og dýilegra hlutverk fanst mjer eng- inn geta óskað sjer. En óhugsanlegt var þó, að jeg gæti nokkurn tíma orðið það, að mjer yrði falið svo háleitt og heilagt verkefni. þegar jeg nokkru eftir ferminguna eignaðist lífið i Guði, og tók ákvörðun um að heyra honum til, þá vaknaði aftur hja mjer löngunin eftir að geta orðið kristniboði. En þá löngun varð jeg að reyna að bæla niður, og fanst ekki til þess hugsandi, jafn óhæf og óverðug og jeg var til að takast slíkt á hendur. Jeg held mjer hafi fundist líkt og Jeremíasi, er hann var kall- aður til að vera spámaður Guðs, að mig skorti öll skilyrði til að hlýða kölluninni. Aldrei gat jeg þó losað hugann við þetta og varð nú að fara að tala um það við Guð. Hann yrði að gera mjer Ijóst, hvort þetta væri hans vilji mjer til handa, hann yrði að gefa mjer vissu fyrir því. Svarið kom til mín einu sinni þegar jeg var ein með Guði; jeg flelti upp ritningunni og fjellu þá augu mfn á þessi orð í Rómv.br. 10., 14 —15: »Hvernig eiga

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.