Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1928, Side 3

Bjarmi - 01.11.1928, Side 3
B J A R M I 227 þeir þá að ákalla þann, sem þeir hafa ekki trúað á? Og hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekkert heyrt um? Og hvernig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prjediki? Og hvernig eiga þeir að prjedika, nema þeir sjeu sendir?« — l*að er eins og ritað er: »Hversu fagrir eru fætur þeirra, sem boða fagnaðarerindið um hið góða!« — Jeg var strax fullviss um að þetta var svarið til min frá Guði. Svo mikla náð vildi hann auðsýna mjer, að jeg skyldi fá að vera sendiboði hans til heiðingjanna. Jeg bauð mig svo fram við Kristni- boðsfjelagið og var seinna send til Kfna. Er nokkur þörf á kven-trúboðum í Kfna? Já, því án kven-trúboða er óhugsanlegt að ávinna kinverskar konur fyrir Krist. Karlmenn geta þar engu áorkað. Kínverskar konur eiga nefnilega helst aldrei að fara út fyrir heimilið. Ungar konur mega að minsta kosti aldrei sýna sig á götu. Þessa er enn þá stranglega gætt inn í landi sjerstaklega, því þangað hefir enginn eimur af vest- rænni menningu borist. í hafnarbæj- unum og stærstu verslunarbæjunum eru ekki gerðar alveg eins ómannúð- legar kröfur til kvenfólksins og áður hefir tíðkast. far sem við höfum unnið inni i landinu, hefir orðið mikil breyting á þessu síðan kristniboð var hafið þar fyrir rúmum 30 árum. Það eigum við skólastofnunum kristniboðsins fyrst og fremst að þakka. En eigi maður að ná til kvenfólksins yfir- leitt, verðum við að heimsækja það á heimilunum. Og það geta að eins kven-trúboðar gert. Beri karlmann að garði, býður kurteisin kvenfólk- inu að fara í felur, en karlmenn ganga þá um beina. Á slíkum húsvitjunar- ferðum höfum við venjulega kinverska kristniboðskonu með okkur. Pað þykir vel við eiga, og svo þekkja þær svo miklu betur en við allar siðvenjur og lifnaðarhætti, að þær geta orðið okkur að miklu liði. Venjulega fáum við ágætar við- tökur á heimilunum. Okkur eru boðin sæti og borið te. það er auðvelt að byrja á samtali, en að komast að með það, sem manni liggur á hjarta, segja þeim frá Jesú, gengur ekki ávalt jafn greiðlega. Fyrst og fremst verð- um við að lofa fólkinu að skoða okkur í krók og kring, og spyrja um alt mögulegt. Bæði útlit okkar og klæðaburður finst þeim afar ein- kennilegt. Oft gengur þeim illa að ganga úr skugga um, hvort við er- um karlmenn eöa kvenmenn. Fætur okkar eru óreyrðir, eins og á karl- mönnunum, og við erum í siðum kjólum, alveg eins og þeir. Og þá er úr vöndu að ráða. — Einu sinni er við hjónin vorum á ferðalagi, mættum við bónda, sem varð starsýnt á okkur. Loks sneri hann sjer að manninum mínum og spurði: »Ni bú sö í goa fú ren ba?« (»Ert þú ann- ars ekki kvenmaður?«). — Áður en við kveðjum þær konur, sem við heimsækjum, bjóðum við þeim æfinlega til kristniboðsstöðv- anna á samkomur. Við höfum sjer- stakar samkomur fyrir konur, 2—3 á viku. En heiðingjarnir snúast ekki til lifandi trúar á einni eða tveimur samkomum. Þeir hafa flestallir aldrei heyrt nafn frelsarans nefnt áður. »Jesús?« spyrja þeir. »Hvað er það?« Við verðum þess vegna fyrst og fremst að leitast við að kenna þeim kristin fræði. En það er erfiði, sem sækist seint og reynir á trúarþrek manns og þolinmæði. Af konum í Kína kunna í mesta lagi 2 af 100

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.