Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1928, Qupperneq 4

Bjarmi - 01.11.1928, Qupperneq 4
228 BJARMI Kristinn söfnuöur i Kína fyrir utan kirkju sína. að lesa. Við byrjum því á að kenna | þeim að lesa. — Hugsið ykkur nú að aldraðar konur, sem aldrei hafa um neitt annað hugsað en matar- tilbúning og saumaskap, eiga alt í einu að fara að læra að stafa. Okkur finst við eiga fult í fangi með að læra 30 bókstafi; en kristnar konur í Kína verða að þekkja 5000 torveldar leturmyndir, áður en þær geti lesið Nýja testamentið sitt. Það er ekki hlaupið að því. — Alveg er þó furða hvað fljótar þær eru að læra að lesa, sjeu þær orðnar höndlaðar af Kristi og vilji um fram alt þekkja hann. Því það er eins og gömul kona sagði einu sinni: »Nú fer jeg að skilja þaö, að Jesús getur hjálpað manni að muna erfiðustu leturmyndirnar«. Námsskeið eru við og við haldin á kristniboðsstöðvunum, til að kenna konum að lesa og segja þeim til í kristnum fræðum. Námsskeiðin vara stundum heilan mánuð. Konunum skiftum við í deildir, eins og i skóla væri, eftir því hve langt hver einstök er á veg komin. Námsgreinarnar eru: Lestur, bibliusögur, kver, biblíunám og söngur. — Einnig er árlega stofnað til sjerstakra námsskeiða fyrir kven- trúboðana kínversku. Er það í þeim tilgangi gert, að þær uppbyggist í sameiningu, afli sjer meiri þekkingar á ritningunni og reyni að skilja verk- efnin sem þær hafa með höndum, og verði sem allra færastar til að starfa að þeim. Að boða kínverskum konum fagn- aðarerindið, með þessu móti, er auð- vitað aðal-starfið, sem kven-trúboð- unum hefir verið falið. — En þvf næst verður maður að geta skólanna. Eigi kínverskar stúlkur að fá að fara •f skóla, þá verður að koma á fót sjerstökum skólum fyrir þær. Það hefir verið gert a. m. k. á aðal- kristniboðsstöðvunum öllum. Kven- trúboðarnir hafa eftirlit með þeim; annars eru kenslukonurnar allar kín- verskar. Þessir skólar eru jafnframt barna- heimili að nokkru leyti; meðgjöf

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.