Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 5
B J A RMI 229 með 2 stúlkum hefir komið hjeðan frá íslandi. 150 nemendur hafa verið árlega i stærsta stúlkna-skólanum í Laoho- kow. Þar er nú einnig kenslukvenna- skóli og miðskóli kvenna. 1 þriðju starfsgrein kristniboðsins, Uknarstarfinu, tekur kven-trúboðinn, eins og gefur að skilja, mikinn þátt. Neyðin, fátæktin og sjúkdómarnir er svo mikil í Kina, að nærri ótak- markað verkefni bíður hjúkrunar- kvenna kristniboðsins þar. Þegar veikindi eða önnur vandræði ber að höndum er oftast leitað til kristni- boðsstöðvanna. Og jafnframt því sem við þá reynum að ráða bót á timan- legri neyð manna, notum við öll tækifæri til að hjálpa þeim einnig í andlegum efnum, segja þeim frá Jesú, sem getur læknað bæði sál og likama. Um borð I skipinu, sem við kom- um með til íslands, var jeg spurð: »Er nokkurt gagn í að boða heið- ingjunum fagnaðarerindið? Eða verð- ur nokkur mismunur á heiðnum mönnum og kristnum?« — Ef til vill spyrja fleiri þannig. Breytingin er venjulega aug'ýni- legri hjá konum heldur en körlum, sem snúast til kristinnar trúar. Kristindómurinn opnar þeim alveg Dýjan heim og kemur þeim í skiln- ing um að þær, ekki siður en karl- mennirnir, hafi ódauðlega sál, og að í Guðs angum hafi líl þeirra engu minna gildi. Áður snerust allar þeirra hugsanir um daglegu störfin á heim- ilunum; en nú verður sú breyting á, að sjóndeildarhringurinn víkkar; alt er orðið nýlt. Það kemur svo áþreifanlega i ljós, i andlitsdráttun- um, í klæðaburöi þeirra og allri framkomu. Jang-gú-njang bjet kona vinnu- mannsins á kristniboðsstöðinni i Tengchow. Hún var kvenvargur með afbrigðum, sem öllum stóð stuggur af. Menn hugðu hana vera djöfulóða. — Ea svo fjekk hún að heyra gleði- boðskap Jesú. Og hann náði fljótt tökum á henni. Hún fór að leita Drottins í bjartans einlægni og öðl- aðist að lokum frið og frelsi Guðs barna. Siðan hefir ekki Jang-gú-njang verið sjálfri sjer lík, hún er óþekkjan- leg, Nú er hún söfnuðinum skínandi ljós og sönn blessun. Síðustu mánuðina, sem við vorum i Kína, skall styrjöldin á. Kringum miðbæinn allan eru há virki og sat mikill her um hann i margar vikur. Kristniboðsstöðin er fyrir utan borgar- virkin. Tveir bræður Jang-gú-njang vorq inni lokaðir i miðbænum, heiðnir menn báðir. Á samkomunnm bað bún okkur æfinlega að biðja fyrir þeim, ekki þó um það fyrst og fremst afi þeir kæmust lífs af, heldur að þeir sneru sjer til Guðs, svo að sálir þeirra frelsuðust. — Henni hafði skilist hvað lífið er lítils virði, fyrir- geri maður sál sinni. Já, það er gagnlegt að boða heið- ingjunum fagnaðarerindið. t*vi »fagn- aðarerindið er kraftur Guðs til hjálp- ræðisa fyrir alla, sem veita þvi mót- töku. Herborg Óla/sson. Akraneskirkja hefir nylega hlotið höfðinglegá gjöf. Vínur hennar, ónafn- greindur, henr Iátið raflýsa kirkjuna prýðilega, á sinn kostnað, og varið til pess um 3000 kr. Hjallakirkju i Ölfusi vigði biskup dr. Jóa Helgasoa nýlega. Vígsludagina færðu heani ýras fyrv. og núver. sókaar- börn henaar margar góðar gjafir, par á meðal vandaö orgel. Ritstj. íTlmansK hefir farið mjög kuldalegum orðum um óskir manna um meira sjalfsforræði handa þjóðki' kjunni, og jafntramt um prestasljelt landsios. — Verður nánar vikiö að pvi efni síðar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.