Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Síða 8

Bjarmi - 01.11.1928, Síða 8
232 B J A R M I menn, sem ef til vill gerðu sjer þeg- ar frá upphafi óljósar og fáránlegar huguiyndir um hann. En Gyðingar voru, og eru enn, þjóð Jesú, landar hans »að holdinu«, en fjandmenn hans »að andanum«. Búdapest, 11. sept. 1928. (L. S. ísl.). Gísli Johnson. Ferðaminningar ritstjórans. (Framhald VII. kafla). Jeg verð að byrja á því, að biðja Wittenberg »forlats«, misminti um ibúatöluna. Bærinn er ofurlítið mann- fleiri en Reykjavik (um 26,000 ihúar), en talsvert minni um sig. Fegar Marteinn Lúther fluttist þang- að árið 1508, í »svarta klaustiið« Ágústins múnka, var »bærinn« fá- mennur og tilkomulitill. Mykónfus prófessor (-{- 1552) segir að húsin í Wittenberg hafi um það leyti verið: »lílil, gömul, Ijót og lág smábús úr timbri«. — Að visu stofnaði Friðrik kjörfursti vitri þar háskóla árið 1502, en hann ver lítt sóttur þangað til Lúther kom til sögunnar. Engum kom til hugar, að úr slíku þorpi kæmi birta um alt land. — »Wittenberg var litil meðal þýskra þúsundaa. Lúther varð brátt góðkunnur há- skólakennari, en þjóðkunnur varð hann ekki fyr en hann hafði fest upp 95 »greinar« sfnar gegn aflátssölu á Hallarkirkju-hurðina í Wittenberg 31. okt, 1517. En eftir það varð að- streymi að háskólinum úr ýmsum áttum og löndum, og Wittenberg um langt skeið kunnasti bær Þýskalands, og er enn í dag oft nefndur »Lúthers- bærinn«, enda minnir þar æðimargt á Lúther og siðabótina. »Lúlhershúsið« svonefnda er einkar myndarlegt þrílyft steinhús, er það gamla Ágústíns-klaustrið, sem Lúther bjó i, sambygt við »stúdentagaið«, er Ágústus Saxakjörfursti reisti árið 1564. — Háskólinn var lagður niður árið 1813 í Napóleons-styrjöldunum, en samt búa þar enn i dag 18 guð- fræðis-stúdentar og stunda nám í kennimannlegri guðfræði. — þegar ferðamaður fer þar um sali í fyrsta sinn, verður hann forviða á að sjá ýms kjarnyrði Lúthers ýmist máluð eða grafin víða á veggina, og þó ber enn meira á sliku, þegar kemur i »gamla klaustrið«. Að vfsu er klausturklefi Lúthers horfinn, því að húsið var endurbætt mjög um 1850, samt eru þar enn flest her- bergin óbreytt, sem Lúlher bjó í með fjölskyldu sinni; en öll eru þau nú full, nema eitt, af bókum og brjefum, munum og málverkum, er snerta sögu Lúthers. Er það Lúthers-safn fjölskrúðugt og gullnáma sagnfræð- ingum. Engin leið er að lýsa því verulega hjer. Fað má rjett geta þess, að i einni svefnstofu munkanna eru nú flugrit Lúthers á 30 borðum; í öðru herbergi er safn af níðritum um Lúther, sum »með myndum«, frá 16. öld. Brjefasafnið i 3. herberg- inu er merkilegt mjög, en ekki fljót- skoðað. Meðal annars bendir leið- sögumaður þar á latneskt brjef í vönduðum málm-ramma. Það brjef skrifaði Lúther til Karls keisara V. á leiðinni frá kirkjuþinginu í Worms, en Spalatin, vinur Lúthers, hjelt það mundi ekki bæta skap keisarans, og stakk þvi undir stól. Árið 1911 ljet eigandi þess það á uppboð. »Lúthers- Framhald á bls. 250.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.