Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1928, Page 10

Bjarmi - 01.11.1928, Page 10
234 BJARMI aldrei, hitt mann, sem eins og hann ann öllu því sem íslenskt er, þótt ekki skilji hann íslensku. Hann er búsettur í Búdapest og ók hann með okkur hjónin heim til sin. Heimili hans er einkar vistlegt og vinalegt, og kona hans, hin elsku- lega frú Marta María, sem er slav- nesk prestsdóttir, tók við okkur opn- um örmum; og Guðrún litla Espolín, prestsdóttirin 5 ára gömul, fagnaði okkur með þeirri blíðu og einlægni, sem bernskan ein á yfir að ráða. Það var vissulega hvíld að setjast inn i vandaða og rúmgóða bifreið, eftir langa dagleið með hraðlest, sem hvorki hlífir sjálfri sjer eða öðrum; og skemtilegt var að þjóta eftir upp- ljómuðum borgarstrætum fram hjá skrauthýsum, myndastyttum, gos- brunnum, aldingörðum og öðru því, sem menningarborg nútímans skreyt- ir sig með. Kvöldblærinn bar með sjer sætan blóma-angan, en frá dimm- bláum himni blikuðu ótal stjörnur; hjer var engin björt júnínótt. Íslendíngar eru sjaldgæfir, en kær- komnir, gestir á heimili síra Gísla og konu hans. »Yst á Ránarslóðum« á hann sitt draumaland; land feðr- anna er honum kært og talið barst brátt þangað heim, — hugurinn bregður sjer úr harki stórborgar- innar alla leið heim til íslands. — Það yrði of langt mál að rekja nákvæmlega alia fundargerð alheims- mótsins. Verk og viðfangsefni K. F.- U. K. eru svo mörg og margvísleg í heiminum, að um það mætti rita stóra bók. Dagskráin bar það og með sjer. Til dæmis voru þar sett ofarlega iðnaðar- og uppeldismá). Fjelagið starfar að því, eftir megni, að leiða anda kristindómsins inn á þau svæði. Til þess eru ýms ráð notuð, svo sem kristileg starfsemi fyrir verksmiðjuslúlkur, þar sem þeim er hjálpað bæði í andlegum og líkam- legum efnum. Rað var fróðlegt að hlýða á mál manna um þessi efni, og kom það greinilega í ljós, hversu sú starfsemi er mikilvæg og verður vel ágengt, þótt sumstaðar sje við ramman reip að draga. Fjelagið annast um að verksmiðjustúlkur, sem ella mundu alveg fara á mis við alla tilsögn, fái notið kenslu bæði til munns og handa, ýmist gefins eða fyrir örlítið gjald. Má nærri geta hvilíka þýðingu þesskonar starfsemi hefir í stórborg- unum. Farna eiga fátækar og um- komulausar stúlkur örugt athvarf, þar sem vinahendur eru fram rjettar og þeim eru gefin góð ráð í hvívetna; eru dvalarstundir á slíkum stöðum margri stúlkunni styrkur og stuðn- ingur í lífsbaráttunni. Alheimsmótið hófst 10. júní. Voru þar saman komnir fulltrúar frá 34 löndum, auk fjölda margra fjelaga úr K. F. U. K., víðsvegar að. Það var álitlegur kvennahópur, sem safn- aðist saman í hinum fagra og rúm- góða fundarsal stórhýssins »Vigado« (»gleðihúsið«), þar sem mótið fór fram. Frú Parmoor, ensk hefðarfrú, kvekaratrúar, sem um mörg undan- farin ár hefir verið forseti í alþjóða- sambandi K. F. U. K., setti fundinn með skörulegu ávarpi til fundar- kvenna. — Frú Parmoor er kona hnigin á efri aldur, svipmikil og sköruleg, og talar kvenna best; rödd hennar er skýr og þó einkar hljóm- þýð. Var hún sjálfkjörin forseti fundarins. Úr ávarps-ræðu hennar minnistjeg þess er hún mælti meðal annars á þessa leið: »Frá suðri og norðri, frá austri og vestri erum vjer hingað komnar, all- margar konur, til þess að ræða

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.