Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 11
BJARMI 235 áhugamál vor og starfsemi vora sem íjelags. Frá mörgum þjóðum og löndum, með ólíka lifnaðarháttu og lifsskilyrði, og mismunandi á svo mörgum svæðum, en þó sameinaðar í því, sem er best og mest af öllu — sameinaðar um málefni Drottirjs vors og frelsara Jesú Krists. Fyrir hann viljum við allar starfa, i hans nafni viljum við lifa og breyta þannig, að hans nafn megi verða dýrðlegt á jörðunni. Ungar stúlkur fgrir Krist, er kjörorð vort. Við helgum honum störf vor, vjer felum honum stríð vort. Án hans megnum vjer ekkert. Biðjum um blessun hans«. — Margar ágætar ræðukonur tóku til máls, á þinginu, og mátti sjá, að hjer voru saman komnar konur, sem vanar voru margbrotnum fund- arstörfum. SótarnÉdáDdiiriiiD í Rvík 17.-19. október 1928. Hann hófst, eins og ætlað var, miðvikudaginn 17. okt. með guðs- þjónustu i dómkirkjunni í Rvík, þar sem síra Ólafur Magnússon, prófastur í Amarbæli, steig í slólinn. Ræðu- texti hans var Jóh. 15., 26—27. A eftir var fundurinn seltur í húsi K. F. U. M. og stóð hann til kl. 7 siðd., þar með talið þó »fundarhlje« til kaffidrykkju, þar sem Kvenfjel. frí- kirkjunnar í Rvík veitti. — Fundarstjóri var kosinn Sigurbjörn Á. Gíslason, og til vara síra Guðm. Einarsson; en fundarskrifarar Ásmundur Gestsson, ráðsmaður fríkirkjunnar í Rvík, og síra Sveinn Ögmundsson í Kálfholti. Aðal-erindin þenna dag voru tvö. Biskupinn, Dr. Jón Helgason, sagði frá reynslu sinni á vfsitasíuferðum af safnaðarlííi þjóðarinnar, — og frú Guðrún Lárusdóttir talaði um störf kvenna, fyr og siðar, að andlegum málum. — Auk þess sagði Jóhannes Sigurðsson, forstöðumaður Sjómanna- stofunnar í Rvík, frá heimsókn sinni til sjómannamissiónar i Noregi, Dan- mörku, Hamborg og Hull. — Við umræðurnar sagði t. d. frú Ingunn Einarsdóttir, Rvik, frá hvernig fund- um væri hagað í Trúboðsfjel. kvenna í Rvík, og Sighvatur Rrynjólfsson, tollþjónn í Rvik, sagði frá sjómanna- lífi á Siglufirði; kvað hann sjer hafa þótt raunalegt að sjá Islendinga þar sækja meir slæma skemtanastaði og gæta miklu siður sunnudagshelgi en Norðmsnn. Norsku skipin væru hóp- um saman inni um helgar og skips- hafnirnar við guðsþjónustu, en ís- lensku skipin gerðu sjer flest engan dagamun, og þegar skipshafnir þeirra væru í landi, væri sjaldan þær að hitta við kristilegar samkomur. — Um kvöldið kl. 8l/s flutti óiafur Ólafsson, kristniboði, erindi í dóm- kirkjunni um afturhvarf og endur- fæðingu, en samtimis flutli síra Ólafur Ólafsson á Kvennabrekku guðsþjón- ustu í Hafnarfjarðar-þjóðkirkju að tilhlutun fundastjóra. Á fimtudaginn stóðu fundarhöldin frá kl. 9-12 árd. og kl. 2—7 síðd. — »Kafíihlje« í fundarsalnum þó með talið. — Fyrst var talað um afturhvarf og endurfæðingu, voru þar háalvarlegar umræður, og á það bent af fundarstjóra sjerstaklega, að ekk- ert atriði kristindómsius hefði jafn- alment verið vanrækt í ræðu og riti meðal þjóðar vorrar, í langan aldur, eins og afturhvarfsboðunin, og afleið- ingar þess ekki litlar, þar sem þar væri að ræða um byrjunar- eða grundvallar-atriði i kristnu trúarlifi. Erindi Ólafs Björnssonar, kaup- manns á Akranesi, um ríki og kirkju,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.