Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 13
BJARMI 237 1. Að tekinn verði upp sá siður, að halda uppi föstuguðsþjónustum i öllum kirkjum kaupslaða og sjávar- þorpa, og annarstaðar þar sem því verður við komið. 2. Að prjedikað verði framvegis i kirkjum landsins á fullveldisdegi þjóðarinnar 1. desember ár hvert, alstaðar þar sem því verður við komið«, Áður en fundi var slilið sýndi Ólafur kristniboði skuggamyudir frá Kína og Japan. Um kvöldið kl. 8l/a flutti síra Fr. Friðriksson erindi um skirnina í frí- kirkjunni i Rvík; en Óíafur kristni- boði endurtók erindi sitt, frá dóm- kirkjunni, i Hafnarfjarðarkirkju. Á föstudagsmorguninn lluUi Árni Jóhannsson, bankastarfsmaður, langt erindi um skírnina, að mestu þýtt úr bók Hallesby, prófessors í Oslo, um það efni, en þó með sjerstakri hliðsjón af árásum baptista hjerlendis á barnaskirn, og urðu um það nokkr- ar umræður. En á eftir flutti ritstjóri þessa blaðs erindi um trúmál Tsjekka að fornu og nýju, og mintist dálítið á nútima trúmál Ungverja. Um nónbilið hóf Erlendur Magn- ússon, bóndi á Kálfatjörn, umræður um kirkjugarða, sem Felix Guð- mundsson, umsjónarmaður kirkju- garðsins í Rvík, og margir aðrir tóku þátt f. Voru allir sammála um að hirð- ing kirkjugarða á landi hjer væri i mesta ólagi, en ágreiningur aftur um þau ráð, er best væru til bóta. Vildu sumir óska eftir nýrri lagasetningu, þar sem samræmd væru öll eldri lagafyrirmæli þar að lútandi og tekið meira tillit til en nú er í þeim lög- um, til ólikrar aðslöðu kaupstaða og sveita, — og töldu ennfremur æski- legt, að þingið veitti fje til að friða alveg niðurlagða kirkjugarða, sem enginn hirti um nú, og eins til þess að hæfur maður væri sendur um land, til að fræða fólk um hvernig best væri að haga góðri umsjá kirkjugarða. Meiri hluti fundarmanna taldi þó nóg — í þetta sinn — að samþykkja þessa tillögu: »Fundurinn skorar á söfnuði landsins að leggja meiri rækt við að bafa kirkjugarðana í sómasam- legu lagi, betur en hingað til hefir átt sjer stað«. Ennfremur voru þá þessar tillögur samþyktar (báðar fluttar af leik- mönnum): 1. »SameiginIegur fundur presta og sóknarnefnda, sem haldinn var i Rvík dagana 17.—19. október 1928, telur ferðaprestsstarfið i likingu við það, sem Prestafjelag íslands hefir annast undanfarin ár, mjög mikils- vert og blessunarríkt fyrir kirkju lands vors, og lýsir óánægju sinni yfir því, að kirkjunni skuli á síð- ustu þingum hafa verið neitað um styrk af opinberu fje til framhalds þessa nytsama starfs«. 2. »Sameiginlegur fundur presta og sóknarnefnda, haldinn i Rvik 17.—19. okt. 1928, skorar alvarlega á Alþingi og landsstjórn að leggja Pingvallaprestakall aldrei niður. Fundurinn litur svo á, að bjer sje um langmerkasta prestakall landsins að ræða, þar sem Pingvellir við Öxará er helgasti staður þjóðarinnar; sá staðurinn þar sem kristni var lögtekin árið 1000, og þar sem væntanlega verður haldin almenn kristuitökuhátíð árið 2000 (eftir 72 ár). Samkvæmt þessu krefst fundurinn að Pingvallaprestakall verði tafarlaust

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.