Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 14
238 BJARMI veitt presti, svo það hneyksli komi ekki fyrir að prestslaust veröi á þeim stað árið 1930«. — — Framhalds-umræður um riki og kirkju hófust laust eftir kl. 4, og Nefndin, sem kosin var í málinu daginn áður, — Ólafur Björnsson og Sigurbjörn þorkelsson, kaupmenn, og síra Jóhannes L. L. Jóhannesson, — flutti þessa tillögu: »Sameiginlegur fundur presta og sóknarnefnda, sem haldinn var f Rvík 17,—19. okt. 1928, lýsir því yfir, að hann telur nauðsynlegt að íslenska ríkiskirkjan fái aukið sjálfsforræði og skorar á biskup landsins og kirkjustjórn að beitast fyrir því, að næsta Alþingi setji 5 manna kirkju- málanefnd, til þess að gera tillögur um framtíðar fyrirkomulag frjálsrar rikiskirkju. Nefndarmennirnir sjeu skipaðir þannig: Að ríkisstjórnin skipi 2 nefndarmenn, biskup tilnefni 1, en sýnódus og guðfræðideild Háskólans kjósi sinn manninn hvor. Nefndin skal eiga rjett á að fá nauð- synlegar upplýsingar, er hún óskar, hjá opinberum starfsmönnum og stofnunum landsins. Ætlast er til að nefndin fái útlagðan kostnað greidd- an af ríkissjóði, en ekki kaup fyrir störf sín«. Um málið urðu enn á ný fjörugar umræður. Sumir kusu heldur fullan aðskílnað, enda bjuggust þeir ekki við uð unt yrði að fá ríkisvaldið til að auka að mun sjálfstæði þjóð- kirkjunnar, en meiri hlutinn kaus heldur að reyna þessa leið og »síga þá betur á síðar«, ef hún reyndist ógreið. — En allir voru sammála um, að sjálfsagt væri að halda málinu vakandi, og reyna að vinna því fylgi um land alt, og taka því ekki þegj- andi, ef gengið væri enn á hluta kirkjunnar. — Tillagan var því næst samþykt með öllum atkv., gegn einu. Pá barst fundinum þetta símskeyti frá Fellsmúla: »Heilir sitjiö og sælir — i samúö til verka og frama aö málum mannlegra sálna og meistarans góöa, Kristi. Standi við stjórn hans andi og stýri aö marki dýru. Lotning og dýrð sje Drotni og Drottins friður meö yður. Rangœingur«. Forstöðunefnd og gestanefnd voru endurkosnar, og eftir bæn og sálma- söng var gengið til kvöldmáltíðar í dómkirkjunni. Um kvöldið kl. 8’/a komu menn enn saman i húsi K. F. U. M., — var þá drukkið kaíTi og margt skrafað. Þar var samþykt þessi tillaga út af »sandgræðsluinálinu í Selvogi«. »Fundurinn lýsir því yfir, að hann telur ráðstöfun síðasta Alþingis á sjóði Strandarkirkju brot á friðhelgi opinberra sjóða og eignarjetti. Jafn- framt skorar fundurinn á hið næst- komandi Atþingi að afnema lög nr. 50, um sandgræðslu í Strandarlandi, og skili hinu útborgaða fje altur. Umráð yfir tjeðum sjóöi sjeu fram- vegis, sem áður, i sóknar- og kirkju- stjórnar höndum«. Kl. rúmlega 11 var loks fundi slitið með kveðju-ávarpi, bæn og sÖDg. Og því næst hjeldu menn heimleiðis með margar góðar minn- ingar frá þessum þrem dögum. Fundinn sóttu alls um 70 fulltrúar úr leikmannahóp, ennfremur: biskup- inn, 2 guðfræðiskennarar, 20 þjón- andi prestar og prófastar úr 8 pró- fastsdæmum, 8 uppgjafaprestar, um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.