Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 15
B J A R M I 239 20 guðfræðisnemar, og auk þess um 70 gestir, flestir úr Rvík, en þó sumir langt að. — Þó voru sjaldan fleiri en 100 manns á fundi í einu, og stund- um færri, sumir prestanna ekki nema á einum fundi, þótt aðrir væru þar stöðugt, — og 1 eða 2 aðkomnir prestar i bænum fundardagana, sem ekki ljetu sjá sig á fundinum. Mikill meiri hluti fundarmanna var, sem áður, úr Kjalarnesprófasts- dæmi — allir prestarnir þar, nema einn, — en þó fjölgar þeim, sem koma austan yfir heiði. — Síra Einar prófastur á Hofi í Vopnafirði og síra Ingvar á Skeggjastöðum voru lengst að allra fundarmanna. Fundirnir hófust að jafnaði með söng og bæn, þótt ekki sje þess getið sjerstaklega hjer að framan, og oft var mikið sungið. Deilumál milli ólíkra stefna báru litt á góma, nema þegar rætt var um afturhvarf, en þar tóku ekki aðrir til máls en þeir, sem alvöruþrunginni evangelisk-lúterskri stefnu fylgja, svo að trúmáladeiiur voru engar. Hvað sem vera kann um skoðanir einstakra fundarmanna er óhætt að segja, að heildaráhrif þessara funda, snúast öll á sveif með eldri stefn- unni. Málefni fundarins voru fullmörg, og þó varð fundarstjóri að hafna, tímans vegna, 4 erindum, er buðust eftir að byrjað var; 2 frá prestum og 2 frá konum, svo að ekki er hætt við öðru en nóg verði um að ræða að hausti, — og svo mundi víðar reynast, ef ötulir forgöngumenn fengj- ust, t. d. í öllum aðal-kaupstöðunum, til að boða til slikra trúmálafunda. Samband prests og safnaðar. Erindi flutt í sambandí við prestastefnu á Hólum í Hjaltadal 1928. Eftir sr. Gunnar Arnasoti frá Skútustöðum. (Framh.) Prestarnir hjer á landi eru í senn kirkju- og konunglegir embættismenn, sem rækja yfirleitt með alúð og sam- viskusemi þau störf, sem þeim eru falin og boðin með lögum. En þessi eru þau helstu: 1. Að halda guðsþjónustur á ölium helgidögum, eða svo oft sem því verður við komið, sakir veðráttu og færðar, og einhverjir koma til kirkju. En vegna staðhátta og kirkjurækni er það ærið misjafnt, hve oft hinír einstöku prestar messa, eins og sjest af messuskýrslunum. 2. Framkvœma prestarnir hin heilögu sakramenti og vinna hin lög- boðnu aukaverk: skíra, ferma, gifta og jarða. Þó tíðkast nú mjög hin borgaralegu hjónabönd, svo sumstað- ar er það næstum undantekning að prestur gifti hjónaefni. Eins er víða sjaldgæft að nokkur þjónusta sjúkra fari fram. 3. Annast prestarnir enn að meslu kristilega uppfræðslu unelinganna, búa þá undir ferminguna. Minst með það fyrir augum, að þeir geti kallast fermdir og öðlast þau rjettindi, sem því fylgja að lögum, heldur aðallega til að reyna að fá þeim í hendur og kenna þeim að beita þeim vopnum, er þeir telja að best dugi í jarðlífinu, og sá þeim frækornum í sálir þeirra, er borið geti ávexti til eilífs lífs. Með öðrum orðum, að gera þá að vitandi og viljandi lærisveinum Jesú Kiists. 4. Eru prestarnir skyldir til að húsvitja i öllum sóknum sínum, að minsta kosti einu sinni á ári. Pó lata nokkrir þá skyldu undir höfuð leggj-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.