Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 16
240 B J ARMl ast, en sumir aðrir framkvæma bana á þann veg einan, að þeir taka þá manntalið og kynna sjer lestrar- kunnáttu barnanna. Auk þessa hafa prestarnir önnur smærri störf með böndum, semja ýmsar skýrslur, sitja f sáttanefndum og eru flestir prófdómendur við barnaprófín. Enn eru margir þeirra meira og minna riðnir við sveitar- og hjeraðs- mál, jafnvel landsmál. Og eins fást nokkrir við kenslu, fyrirlestrahöld og þess háttar. I'essa síðasta get jeg meðal annars, til að leiða hug manna að þvi, að prestarnir eru sannarlega matvinnungar. Þess vegna þarf sannarlega ekki að telja eftir launa-óveru þeirra, jafnvel þó ekki sje tekið til greina, að ríkið stendur í svo stórkostlegri fjárskuld við kirkj- una, að það væri endurgreiðsla, en ekki gjöf, þótt það greiddi allan ár- legan kostnað bennar úr eigin sjóði, og getur því ekki talið eftir laun prestanna. En af þvi, sem hjer hefir verið sagt um störf prestanna nú, sjest að þau störíin, sem alment skapa nú að mestu samband prests og safnaðar, eru þessi tvö: stólræðuhaldið í kirkj- unum og kristileg uppfræðsla ung- linganna, sem undanfari fermingar- innar. Þegar vjer, með það í huga, hugsum til sambands prests og safn- aðar fyrrum, sjáum vjer, að um mikla afturför er að ræða, — afturför, sem er afar hryggileg og skaðleg. Jeg mintist áðan á, að prestarnir hafa Iengst af verið fræðarar, áminn- endur, huggarar, handhafar sakra- mentanna og skriftafeður, eða í einu orði sálusorgarar safnaðanna. Með því að fást aðallega við að halda stólræður, — þegar messa kemst á, — og uppfræða börnin, eru þeir eiginlega eingÖDgu tvent af þessu: fræðarar og áminnendur í andlegum efnum. Huggarar verða þeir fæstir rjett- nefndir. Bæði af þvi, að þeir eru sjaldnast sóktir til þess af almenn- ingi, og vegna þess að vjer, því miður, margir hverjir gerum oss lítið far um að vera það. Og allir vita hvernig komið er um haldið á hinni heilögu kvöldmáltið. í mörgum söfnuðum tíðkast ekki aðrar altarisgðngur en fermingarbarnanna og aðstandenda þeirra, sumstaðar að eins fermingar- barnanna, á einstaka stað alls engar. Þar gengur enginn til Guðs borðs alt árið. Varla heyrist nefnt að nokkur sje þjónustaður allvíðast. Og þó jeg gæti þess ekki áður, má gera það nú, að fyrrum voru prestarnir alment fyrirbiðjendur safnaðanna. Þeir tóku sjúka til bæna og leiddu konur f kirkju. Nú er þetta svo að segja alveg úr sög- unni. Þá er ekki að tala um skrift- irnar, þær hafa löngum lillar verið í lúterskum sið, en nú vita margir ekki einu sinni merking orðsins. Prestarnir geta ekki, eins og sakir standa, kallast feður eða sálusorgarar safnaðanna. — Þennan beiska sann- Ieika vildi jeg hiklaust játa. Það er meinið á sambandi prests og safn- aðar nú á dögum. Þá fyrst er það sjest og skilst, má ræða um bætur á þvi. Fyrst er þó að ráða í helstu orsök eða orsakir þess, að svo er komið, því sá einn, er þekkir leið- ina, á hægt um hönd að snúa aftur af refilstigum. — Og eins er hægt að villast á vörðum. — Sumar orsak- ir þessarar breytingar geta í sjálfu sjer verið rjettmætar, þótt þær hafi haft illar afleiðingar að þvf er þetta snertir, vegna athugunarleysis eða misskilnings. Svo er um eina orsök þess að prestarnir eru ekki, sem áður, sálu- sorgarar. Ytri ástæður, sem i augum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.