Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 17
BJARMI 241 margra er höfuðtilefni þ jsí, að sam. band prests og safnaðar er svo lítið, sem raun ber vitni. Að mínu viti ætti hún ekki að þurfa að fjarlægja þessa aðila hvorn frá öðrum. Jeg á hjer við þá breytingu, sem orðið hefir á menningarháttum þjóðar- innar og gerir það að verkum, að staða prestsins er aö nokkru oiðin önnur í þjóðfjelaginu en áður, eink- um á þá lund að prestarnir eru nú ekki lengur einu mentamennirnir, heldur bara einir af mörgum, bæði til sveita og þó sjerstaklega í kaup- stöðunum. Víst er um það, að meðan menn leituðu til prestanna, engu siður í veraldlegum en andlegum vanda- málum, gaf það prestunum góð deili á öllum sóknarbörnunum, og svo að segja knúði þá til að lifa með þeim í blíðu og stríðu, einkum i stríðu. Einnig jókst virðing þeirra við þessa nauðleitarbjáip, svo öllum almúga þótti sjálfsagðara að hlýða ráðum og dæmi þeirra en nú. En óþarít mun að leggja mikla áherslu á þessa breyltu aðstöðu, bæði vegna þess að enn eru prestarnir víða best mentir, og einkum þó sakir þess, að minsta kosti til sveita búa þeir við svo lík kjör og aðrir, að þeim er innan handar að skilja og rjetta meðbræðr- um sínum hjálparhönd í hvívetna, ef þeir vilja og eru þess færir. Önnur ástæðan varðar eflaust iniklu meira í þessu efni, ástæða sem raunar altaf hefir verið fyrir hendi, og verið Þrándur í götu prestanna inn að hjörtum safnaðanna. En lik- lega aldrei meiri en nú, vegna þess hve sú leiö er gróin. Hún er það þjóðareinkenni vort hve vjer erum dulir að eðlisfari. Sönnum íslendingi er eðlilegast, að vilja spjalla sem fæst um sinn innri mann, og allra minst um það, sem honum er kærast eða á eÍDhvern hátt viðkvæmast. í »Konungsefn- unum« hefir stórskáldið Henrik Ib- sen lýst þessu þjóðareinkenni voru í samtali milli Skúla jarls og íslenska skáldsins Játgeirs, með þeirri snild, sem honum einum er lagin. Er þeir á hljóðri stund opna hug sinn hvor öðrum, segir Skúli jarl við Játgeir: »Það er líkt og þú hafir tvo menn að geyma, íslendingur. Sitjir þú meðal hirðarinnar, þegar glatt er á hjalla, steypir þú heltu og kufli yfir hverja hugsun þína; sje maður einn með þjer, líkist þú stundum þeim, sem mann langar til að velja sjer vin á meðal. Hvernig stendur á því?« Játgeir svarar: »Þegar þjer farið að synda í ánni, herra, þá klæðið þjer yður ekki ur fötunum, þar sem kirkjufólkið fer um; heldur leitið þjer uppi eitthvert leyni«. Skúli: »Auðvitað«. Játgeir: »Jeg á feimni sálarinnar; þess vegna afklæði jeg mig ekki þegar margir eru i höllinni«. Þetta er dásamlega fögur og sönn lýsing. Það er dýrmætt að eiga þetta þjóðareinkenni, já ómetanlegur kostur á hverri þjóð að eiga sanna feimni sálarinnar, líkt og saklaus mær á óviðjafaanlega feimni hreinleikans. En það getur verið löstur að vera of dulur. Hverjum manni er nauðsyn- legt að eiga vin, sem hann getur sagt alt, ella kunna byrðar á sál hans að verða óbærilegar, að sliga hann. Prestarnir eiga að vera söfnuð- unum slíkir trúnaðarvinir, að þeir geti trúað þeim fyrir öllu. Auðvitað verða þá prestarnir að vera þess trausts maklegir. Og svo er fyrir að þakka, að jeg ætla að þeir verði taldir það, allir prestar landsins. Það þarf varmenni til að ljósta upp helg- asta leyndarmáli annara, en hvað sem um oss presta kana að verð4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.