Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Síða 18

Bjarmi - 01.11.1928, Síða 18
242 BJARMI sagt, fáum vjer vart þann dóm, einn eða neinn. Á þessu sviði verður að ske breyt- ing. Trúnaður milli prests og safn- aðar þarf að aukast. Nú ætla jeg að nefna þá orsökina, sem jeg hygg að valdi langmestu um, að prestarnir eru litlir sálusorgarar safnaðanna. Trúin er svo lítil i söfn- uðunum. Öld vor er vantrúar- og efnisbyggju-öld, og ekki síst hjer á landi er alment ræktarleysi við kirkj- una nú á tímum. Stafar það af mörg- um ástæðum og get jeg að eins þeirrar, sem mjer finst helst. Nokkru fyrir og um aldamótin gegntókust flestir mentamenn vorir af raunsæjisstefn- unni, sjerstaklega sakir andagiftar og ritsnilli aðal-forvigismanns hennar hjer á Norðurlöndum Georg’s Brandesar. En hann var, sem kunnugt er, hinn ákafasti og hatrammasti mótstöðu- maður kristni og kirkju. — Þar sem þessir fylgjendur hans urðu síðar, sumir hverjir, meðal bestu og mestu manna þjóðar vorrar á ýmsum svið- um, er ekki að furða hve fljólt og mjög þeim ávanst í því efni, að snúa hug og hjarta fólksins frá trú og kirkju. Einkum eiga skáldin hjer hlut að máli. Tökum t. d. Hannes Haf- stein, Þorstein Erlingsson og Þorgils gjallanda. í Ijóðum og sögum þess- ara manna er varla minst svo á trú nje kirkju, að ekki sje gert gys að því, og leitast við að rífa það niður. Og áhrifin urðu þau, að aðdáendur þeirra, einkum yngri kynslóðin, sneri baki við kirkjunni, ekki svo að hún segði sig úr henni, en sem var næst- um verra, með því að ganga af trúnni og verða að visnuðum stráum eða illgresi á kirkju-akrinum. — Raun- sæjisstefnan hefir nú lifað silt fegursta j í nágrannalóndunum, En allir straum- ar fjara hjer siðar út, enda renna hingað síðar. — Enn munu þessi áhrif valda mestu um trúleysi safn- aðanna og sljóhygni manna á gildi kirkju og klerka. Að sumu leyti hefir heimsstyrjöldin, hjer sem annars- staðar, hrist menn upp úr dauða- blundi efnishyggjunnar. En á hinn bóginn hefir hún líka fest hug manna við heiminn og dregið hann frá himninum, Á jeg þar aðallega við, að hún hefir hert á lífsbaráttunni og gert hana örðugri, svo flestum finst þeir nú hafi fult í fangi með að draga fram likamslifið, og virðist þeir ekki geta gefið sjer tíma til að athuga um sálarástand sitt. Þetta á að nægja til að gera ljóst að doðinn í trúarlifinu er höfuðorsök þess, hversu illa er komið sambandi prests og safnaðar. Þeir, sem halda sig heila, leita ekki læknis. Ekki þeir heldur, sem enga trú hafa á læknin- um. Kynslóð full efnishyggju, sem álítur að enginn Guð sje til, eða æðri heimur, leggur að sjálfsögðu leið sína hjá kirkjunni og hirðir ekki að mæla prestana málum. Efnishyggjuöldin, margir samtíma- menn vorir halda að hin svonefnda sál sje að eins verkanir hinna ýmsu parta liffæranna, — sagt með berum orðum, — þeir trúa því ekki að þeir hafi neina sál. Engin von þá, að þeir finni nokkra þörf á sálusorgara. En er það ekki svo um mikinn hluta manna i söfnuðunum, að sálin, eilíít líf, himnaríki og jafnvel Guð, eru að eins gömul og úrelt orð í eyrum þeirra, engar staðreyndir, — ekki það sannverulegasta. Nú hefi jeg minst á meinin. í*á er að drepa á læknisráðin. III. Samband prests og safnaðar fer því að eins batnandi að hvorir- tveggju hafi hug á þvi. Þess vegna tala jeg hjer til beggja aðila og byrja

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.