Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 19
B J4 RMI 243 að ræða um það, er jeg áður taldi mesta meinið. Þjer munið söguna af þeim systr- unum Mörtu og Maríu. Þegar Jesús var gestur þeirra, var Marta önnum kafin við mikla þjónustu og með allan hugann við hússtörfin. Við þá tilhugsun, að hún sá ekki út ylir það, sem hún þurlti að gera, gramdist henni ósköp eðlilega að sjá systur sina sitja auðum höndum við iætur Drotlins, og fást ekki um annað en hlusta á hann. Henni þótti annað brýnna kalla að þá stundina, og hafði orð á því við Jesú, hvort hon- um sýndist ekki að systur hennar bæri heldur að gegna heimilisstörf- unum en híma svona verklaus. Vjer hefðum víst tekið undir með henni. En Drottinn svaraði og sagði við hana: »Marta, Marta, þú ert ábyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsyn- legt«. Mjer er nær að halda, að fáar guðspjallasögurnar varpi gleggra ljósi yfir hugsun alls alcnennings en þessi. Frændur Mörtu eru langfjölmennastir í söfnuðunum. Bæði ungir og gamlir eru á hverjum degi frá morgni til kvölds með allan hugann við bús- slöiiin, — heimilisverkin, — við það, sem þeim þykir þurfa til þess, að þeim líði eins vel og frekast er kostur í líkamlegum efnum. Svo mjög virð- ist þeim þær annir kalla að, og vera svo óhjákvæmilegar, að þeir telja ekki einungis nauðsynlegt að gegna þeim, heldur finst sem þeir svikist um og eyði timanum til ónýtis, snúi þeir huganum frá þeim og sökkvi sjer, eins og Maria, niður í hugleiðingar um þau efni, sem eru algerlega andleg. Það er kanske rangt að segia, að vjer fyrir búsáhyggjum gleymum hinu eina nauðsynlega. Hitt mun rjettara, að taka svo til orða, að oss er farið eins og Mörtu: Vjer skiljum ekki hvað er nauðsynlegast. Svo kynlega sem það kann að láta í eyrum, er sannleikurinn sá, að sakir áhuga vors og ákefð i að vinna það nauðsynlega, látum vjer það nauðaynlegasta ógert. Allir vita, að allra hluta vegna ríður oss mest á að vita hvað er nauðsyn- legast. En skyldi ekki flestum í söfn- uðunum vera svo farið, að prestarn- ir verði að leggja aðal-áhersluna á, að koma þeim i skilning um, að það sje ekki eins sjáifgefið og þeir kunna að halda, hvað það er. Jeg á við, að presturinn fái öll sóknarbörn sin til að viðurkenna að minsta kosti þann sannleika, að það er — og verður — hægt, að gera eina kröfu til hins rammasta efnishyggjumanns, og hún er sú, að hann taki til greina þann möguleika, að hann sjálfur, eða raun- hyggjumaðurinn, hafi ekki rjett fyrir sjer í því, að það eitt sje til, sem á verður þreifað, — heldur trúmaður- inn, sem telur heiminn sýnilega mynd hinnar æðri veraldar. Ekki einungis af því, að það sem bvorki er hægt að sanna nje afsanna, getur alveg eins verið og ekki verið til, heldur vegna þess að mörg trúaratriði eru studd af svo miklum likum, að þær stappa nærri áþreifanlegum sönnun- um. Eða með öðrum orðum: Margt hið andlega, sem ekki verður áþreifanlega sannað, blátt áfram af því að það er óáþreifanlegt, er svo margsannað af andlegum reynslu- sönrunum, að verði ekki höfnun þess kölluð blindni og staðreyndaneitun, þá er það áreiðanlega fávísi og fjar- stæða, að neita því sem veruleika að órannsökuðu máli. Strax og ein- hver fæst til að viðurkenna mögu- leika þessa hvorttveggja, verður hon- um Ijóst, að jafnmikill munur er á sannri guðstrú og hreinni efnishyggju sem á degi og nóttu, og að ómögu- legt er annað en »trúlaus« og trú-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.