Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 20
244 BJARMI aður maður fari sinn í hvora áilina í lífinu. Því það sem er aðal-atriði fyrir öðrum er auka-atriði fyrir hin- um, og öfugt. IV) þeir sjeu báðir menn og bræður, er þeim alt líiið jafn ólíkt farið og þeini systrunum Mörtu og Mariu, kvöldið sem Jesús gisti þær. En þegar svo er komið, stendur það skýrt fyrir hinum leit- andi manni, að honum er nauðsyn- legast alls að vita hvor þeirra, trú- maðurinn eða sá trúlausi, fer rjettu leiðina. Hann hugsar eitthvað svipað þessu: Ef Guð er til, þá verð jeg að vita það með vissu. Ef sál mín er eilíf, má jeg tíl að kunna að þroska hana. Sje til æðri veröld, má jeg til nú þegar í þessu Iífi að taka aðal-tillit til hennar. I einu orði: Pað nauðsynlegasta fyrir mig er ekki að ráða fram úr líkam- legu vandamálunum, en að fá svör við spurningum sálar minnar, og vita undir hverju velferð hennar er koniin, »því hvað stoðar það manninn, að eignast allan heiminn og fyrirgera sálu sinni?« Skyldu ekki prestarnir vera færir um að vekja svo þessar spurningar í sálum sóknarbarna sinna, að þær krefjist svars? Og munu ekki sóknar- börnin leita þá til prestanna i þeirri trú, að þeir geti verið þeim bestu leiðbeinendurnir, sem völ er á, til að \ita hið eina nauðsynlega? Prestarnir eiga að vera mönnum vörðurnar á veginum til Guðs. Meö rjettu á hver söfnuður að geta gert þá kröfu til prestsins, að hann sje fær um að hjálpa þeim að finna Guð, sem ekki hafa fundið hann, og styrkt hina í trúnni, sem þess þurfa með. En getum vjer það prestarnir? Sóknarbörnin geta svarað því, en ekki vjer. En eilt er vist, þau geta það ekki að óreyndu. Þá fyrst veit sjúkl- ingurinn hvort læknirinn getur veitt honum meinabót, er hann helir leitað hans, — og farið að hans ráðum. l'að siðara má síst gleymast. Framh. Til vina blaðsins. Nú liður að áramótum og þá er harla áriðandi að enginn vanræki að greiða árgjald sitt. Þótt allur þorri kaupendanna standi prýðilega i skilum við blaðið, eru þeir sarat of' margir, sem skulda eitt eða tvö árgjöld. Bætið úr því sem allra fyrst, sem þar eigið hlut að máli. — Pó eru þeir undanskildir, sem eru svo fátækir að þeir geta ekki borgað, en þá ættu þeir að láta ritstjórann vita, svo að ekki sje verið að bæta við árangurslausum auka- kostnaði með póstkröfugjaldi. Jafnframt er öllum vinum Bjarma bent á, að nú er hentugasti tími til að fá nýja kaupendur. Pað eru ekki til hjá af- greiðslunni nema 40 eintök af Passíu- sálmunum með nótum, óbundnum, og alveg hætt að selja þá, en þessi eintðk verða gefin þeim 40 nýju kaupendum að næsta árgangi, sem fyrstir borga hann. — Árgangurinn verður a. m. k. 32 tbl. — Til er dálítið af 6 siðustu árgöngum, og geta kaupendur blaðsins fengið hvern þeirra innheftan á kr. 2,00. Vilji nýr kaup- andi fá þá alla, getur hann fengið þá á kr. 1,00 hvern. Með öðrum orðum: Fyrir kr. 12,00 fær hann Bjarma 1923—1929 og Passiusálma, eða bækur sem kostað hafa alls kr. 37,50. — Ef senda þarf með pósti greiðir kaupandi 2 kr. í burðargjald að auk. Vestan hafs fær nýr kaupandi þetta alt, 7 árganga Bjarma og Kaupbætisbók, fyrir 5 dollara að meðtöldu burðargjaldi, (eldra verð 12 dollarar). Pegar Passfu- sálmarnir eru farnir, verður hin stór- merka bók: »Postuli Japana« (Páll Kana- inori) gefin nýjuui kaupendum. Er hún bæði fróðleg og ákveðin trúvarnarbók. Munið eftir að geta um þessi kjara- kaup við nágrannana.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.